Innlent

Mokstur stendur yfir á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur

Vegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur er ófær en mokstur stendur yfir og gerir Vegagerðin ráð fyrir að búið verði að opna þar fyrir hádegi.

Á Norðausturlandi er annars víða éljagangur, og snjór og hált á vegum. Þæfingfærð er á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Á Austurlandi er víða hált.

Á Vestfjörðum er varað við því að færð um Hrafnseyrarheið geti verið ótrygg. Vestanlands eru hálkublettir á Bröttubrekku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×