Erlent

Myrti eiginkonuna eftir ósætti um sjónvarpgláp

Maðurinn tók athugasemdum eiginkonunnar það illa að hann myrti hana og kveikti í heimili þeirra. Myndin er úr safni. Mynd/AFP
Maðurinn tók athugasemdum eiginkonunnar það illa að hann myrti hana og kveikti í heimili þeirra. Myndin er úr safni. Mynd/AFP

Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók um helgina karlmann sem talinn er hafa myrt eiginkonu sína í  kjölfar rifrildis um sjónvarpsgláp hans. Konan var ósátt við að eiginmaðurinn skyldi vaka frameftir til að fylgjast með úrslitum í æsispennandi hokkíleik sem þurfti þrívegis að framlengja. Maðurinn tók athugasemdum eiginkonunnar það illa að hann myrti hana og kveikti í heimili þeirra.

Lögregla telur að maðurinn hafi ætlað að að láta líta út fyrir að konan hefði látist í eldsvoðanum. Sjálfur brenndist hann illa og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×