Erlent

Rússar og Norðmenn skipta Barentshafi á milli sín

Óli Tynes skrifar
Samkomulag Rússa og Norðmanna hefur ekki áhrif á veiðar Íslendinga í Barentshafi.
Samkomulag Rússa og Norðmanna hefur ekki áhrif á veiðar Íslendinga í Barentshafi.

Norðmenn og Rússar hafa náð samkomulagi eftir fjörutíu ára deilur um yfirráð yfir Barentshafi. Þjóðirnar tvær ætla að skipta því á milli sín nánast til helminga.

Hafsvæðið er um 175 þúsund ferkílómetrar.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Dmitry Medvedev forseti Rússlands tilkynntu um þetta í dag.

Medvedev er í opinberri heimsókn í Noregi.

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir í samtali við fréttastofu að sambandið telji ekki að þetta hafi nein áhrif á veiðar Íslendinga í Barentshafi.

Kvóti Íslendinga þar nú er tæplega 7.600 tonn af slægðum þorski á ári í landhelgi beggja ríkjanna. Auk þess er heimild til þess að kaupa 1700 tonn til viðbótar af Rússum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×