Innlent

Ekki í lífshættu eftir að hafa drukkið stíflueyði

Karlmaður, sem saup á stíflueyði í verslun Húsasmiðjunnar við Skútuvog í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöldi liggur sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans, en mun ekki lengur vera í lífshættu. Þegar starfsfólk og viðskiptavinir í versluninni sáu hvers kyns var, brugðust þeir réttilega við og reyndu að láta manninn drekka mjólk á meðan beðið var eftir sjúkraliði. Við fyrstu skoðun reyndist hann mjög bólgin og sviðin í munnholi og vélinda.

Maðurinn virðist hafa gert þetta af einbeittum ásetningi því hann kom á staðinn á leigubíl, bað bílstjórann að bíða, brá sér inn í verslunina og gekk rakleiðis að hillu með stíflueyði þar sem hann saup á.




Tengdar fréttir

Haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði

Manni sem drakk stíflueyði í Húsasmiðjunni við Skútuvog fyrr í kvöld er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er líðan mannsins stöðug. Hann var með meðvitund þegar hann kom á spítalann og var honum strax veitt viðeigandi meðferð af sjúkfraflutningamönnum.

Fluttur á slysadeild eftir að hafa drukkið stíflueyði

Maður var fluttur á slysadeild um klukkan hálfníu í kvöld eftir að hann hafði drukkið stíflueyði í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Að sögn vakstjóra hjá slökkviliðinu voru það starfsmenn Húsasmiðjunnar sem kvöddu sjúkralið á vettvang en maðurinn var mjög veikur enda um afar sterkt efni að ræða sem brennir innyfli og getur verið baneitrað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×