Erlent

Vopnaður maður handtekinn í grennd við forsetaflugvélina

Frá vettvangi. Maðurinn sem er 23 ára hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Mynd/AP
Frá vettvangi. Maðurinn sem er 23 ára hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Mynd/AP
Vopnaður karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Norður-Karólínu skömmu áður en flugvél Barack Obama, Bandaríkjaforseta, hélt á brott í gær. Maðurinn var stöðvaður áður en hann komst í tæri við forsetann.

Fleiri vopn, myndatökuvél og lögreglusírena var meðal þess sem fannst við leit í bílaleigubíl mannsins. Við yfirheyrslu sagðist maðurinn hafa frétt að Obama væri í bænum og að hann hafi ætlað að ræða við forsetann. Maðurinn sem er 23 ára hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.

Obama var að koma úr minningarathöfn um 29 verkamenn sem létust í kolanámuslysi í Vestur-Virginíu í byrjun mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×