Innlent

Tveir stútar stöðvaðir

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði ökumann á Þorlákshafnarvegi í gærkvöldi grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók annan úr umferð í nótt fyrir sömu sakir, en þrír ökumenn, allt karlmenn, voru teknir úr umferð fyrir fíkniefnaakstur í borginni um helgina. Sex voru auk þess teknir fyrir ölvunarakstur í borginni um helgina, þar af fjórir karlmenn. Í þessum níu tilvikum áttu karlmenn aðild að sjö, en konur aðeins að tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×