Erlent

Vara við stríði vegna Scud eldflauga

Óli Tynes skrifar
Scud eldflaug.
Scud eldflaug.

Egyptar hafa varað við stóraukinni spennu milli Ísraels og Líbanons vegna fullyrðinga um að Sýrlendingar hafi látið Hizbolla samtökunum í té langdrægar Scud eldflaugar.

Bandaríkjastjórn sagði í síðustu viku að hún hefði margsinnis varað Sýrlendinga við því að þetta geti leitt af sér nýtt stríð í Miðausturlöndum.

Talsmaður Egypskra stjórnvalda sagði í dag að þeir hefðu sent Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna bréf og beðið hana um að miðla málum milli Ísraels og Líbanons.

Scud flaugarnar eru rússneskar að uppruna. Þær eru bæði stórar og langdrægar og geta borið upp undir eitt tonn af sprengiefni.

Ljóst er að Ísraelar myndu bregðast við af mikilli hörku ef slíkri eldflaug yrði skotið á þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×