Innlent

Á annað hundrað umferðarlagabrot á 15 árum

Mynd/Stefán Karlsson
Karlmaður sem nýverið hlaut sex mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlagabrot, hefur framið samtals 185 slík brot síðastliðin 15 ár, eða rösklega tíu brot á ári að meðaltali. Síðast var hann tekinn próflaus, en framvísaði ökuskírteini, sem ekki var lengur í gildi því búið var að svipta hann réttindum. Fyrir utan fjölmargar sektir, er refsingin núna sú sjöunda síðan árið 2003. Við lauslega athugun virðist þessi brotaferill mannsins með eindæmum hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×