Innlent

Halldór: Sömdum ekki um skiptingu bankanna

Halldór og Davíð í september 2004. Halldór segir að þeir hafi ekki átt samtal um pólitíska skiptingu bankanna. Mynd/Stefán Karlsson
Halldór og Davíð í september 2004. Halldór segir að þeir hafi ekki átt samtal um pólitíska skiptingu bankanna. Mynd/Stefán Karlsson
„Allt tal um pólitískt samkomulag um skiptingu bankanna er út í hött. Það áttu engin slík samtöl sér stað milli mín og Davíðs," segir Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir að það hafi ekki verið mistök að skipa Davíð Oddsson í stöðu bankastjóra Seðlabankans.

Í síðustu viku sagði Steingrímur Ari Arason, sem átti sæti í einkavæðingarnefnd, að ákvörðum um sölu Landsbankans og Búnaðarbankans verið tekin með pólitíska flokkshagsmuni í huga. Davíð og Halldór hafi tekið allar ákvarðanir um kaupendur.

Í samtali við Pressuna segir Halldór að framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafi talið þrjá aðila koma til greina af þeim sem buðu á sínum tíma í Búnaðarbankann og Landsbankann.

„Það var Samson, hinn svo kallaði S-hópur og loks hópur sem kenndi sig við Kaldbak. Það var skýr niðurstaða framkvæmdanefndar um einkavæðingu, eftir ráðgjöf frá HSBC bankanum, að þetta væru bestu tilboðin. Eina spurning var hversu lítill munur var á tilboði Kaldbaks og Samson. Niðurstaðan var sú að Samson væri með betra tilboð og það var unnið áfram með það," segir Halldór og bætir við að allt um pólitískt samkomulag um skiptingu bankanna sé út í hött. Hann og Davíð hafi ekki átt slík samtöl.

Hæfur til að gefna stöðu seðlabankastjóra

Halldór telur það ekki hafa verið mistök að skipa Davíð í stöðu bankastjóra Seðlabankans. Hann hafi haft alla þekkingu þurfti til að sinna starfinu.

„Hins vegar sé ég ekki betur en að ríkjandi hafi verið mikil tortryggni og vantraust milli ríkisstjórnarflokkanna [innsk. Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks] í aðdraganda hrunsins og það sé ein af ástæðunum þess hvernig fór. Á erfiðum tímum er mikilvægast af öllu að það ríki traust og samstaða milli þeirra sem glíma við mikil vandamál," segir Halldór í viðtalinu sem er hægt að lesa hér.

Hafði ekki tíma

Eftir útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis falaðist Vísir eftir viðtali við Halldór. Síðast um helgina sagðist hann ekki hafa tíma til að ræða við fréttamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×