Erlent

Höfuðkúpubraut 14 ára nemanda

Mynd/AFP
Mynd/AFP

„Drepstu, drepstu, drepstu," hrópaði breskur náttúrufræðikennari áður en hann sló 14 ára gamlan dreng í höfuðið með lóði í kennslustund á síðasta ári. Réttarhöld í málinu hófust í gær en kennarinn á yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur.

Mikið gekk í umræddri kennslustund og hafði kennarinn vísað tveimur nemendur úr kennslustofunni áður en sá þriðji veittist að honum sem varð til þess að kennarinn brást við með fyrrnefndum hætti.

Drengurinn höfuðkúpubrotnaði og auk þess blæddi inn á heila. Hann er heill heilsu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×