Fleiri fréttir

Dröfn RE farin á hrefnuveiðar

Hrefnuveiðimenn héldu til veiða í gær á Dröfn RE og reikna með að ferskt hrefnukjöt verði komið í verslanir á allra næstu dögum. Félag hrefnuveiðimanna mun gera út þrjá báta til hrefnuveiða í sumar. Einn þeirra var keyptur á dögunum og er verið að gera hann sjókláran þessa dagana í Kópavogshöfn. Vestfirðingar eru að gera klárt og ætla til veiða á næstunni.

Vatni borgarbúa ekki ógnað

Sigurbjörn Búi, forstöðumaður fyrir kalda vatnið hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir ástæðulaust að óttast mengun á drykkjarvatni vegna öskufalls á starfssvæði fyrirtækisins.

Stjórnvöld eru þröskuldur

Hrun efnahagslífsins í kjölfar áhættusækni má ekki verða til þess að íslensk fyrirtæki hætti að fjárfesta, að sögn Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, í opnunarávarpi á ársfundi samtakanna í gær.

Segir réttaróvissunni nú eytt

„Ég fagna þessum dómi því með honum er réttaróvissunni eytt.“ Þetta segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari um nýgenginn dóm Hæstaréttar. Með honum staðfestir Hæstiréttur að lögreglustjórar séu hæfir til þess að fara með rannsókn mála þar sem brotið er á lögreglumönnum í umdæmi þeirra.

Ármann segist munu borga allt

Ármann Kr. Ólafsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi og fyrrverandi þingmaður, skuldaði bönkunum 248 milljónir í ágúst 2007. Ólíkt mörgum þeirra sem getið er á lista nefndarinnar yfir þingmenn sem fengu yfir 100 milljónir að láni skrifast lán Ármanns ekki á maka hans né hefðbundinn atvinnurekstur, heldur var þar lánað fyrir hlutabréfaviðskiptum.

Flugumferð á fullt á morgun

Flugumferð í Evrópu ætti að vera komin á fullt á morgun eftir röskun í sex daga, segja talsmenn Eurocontrol, loftferðareftirlits Evrópusambandsins. Flugvélar flugu í dag og voru flest flugin á áætlun, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Stúdentar óánægðir með námsval í sumar

Stúdentar við Háskóla Íslands eru síður en svo ánægðir með það námsúrval sem þeim stendur til boða í sumar, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir að fyrir um það bil tveimur mánuðum hafi Katrín Jakobsdóttir

Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma

Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins.

Átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga áfengisdauðri stúlku

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri en hann var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nýtt sér ölvunarástand stúlku og nauðgað henni. Stúlkan var mjög ölvuð og gat því ekki spornað við verknaðinum.

Upplýsingar frá Heilsugæslu Rangárþings vegna eldgossins

Þjónusta læknis og hjúkrunarfræðings er veitt við heilsugæslustöðvarnar á Hellu (sími 4805320) og Hvolsvelli (4805330) á dagvinnutíma og utan þess tíma sinnir vakthafandi læknir bráðatilvikum, sími 4805111. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu Rangárþings vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli.

Magnús Árni ráðinn rektor á Bifröst

Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans, bifrost.is.

Nafnabreytingar á ráðuneytum hafa kostað 3 milljónir

Breytingar á nöfnum fjögurra ráðuneyta á kjörtímabilinu hafa kostað ríkissjóð þrjár milljónir króna samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, en hann svaraði þar fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnað á breytingunum.

Einum sleppt vegna kókaínmálsins

Karl á sextugsaldri er laus úr haldi lögreglu en maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni.

Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénun

Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Sjómanni á vélarvana báti bjargað

Sjómanni, sem var einn á fiskibáti sínum, Steina GK, var bjargað á síðustu stundu þegar vélin í bátnum bilaði þegar hann var staddur skammt frá Garðskagavita,laust fyrir klukkan níu í morgun. Bátinn rak hratt í átt að grýttri fjörunni.

Fóru í sjúkraflug til Grænlands

Sjúkraflugvél á vegum Slökkviliðs Akureyrar flaug í gær eftir tveimur sjúklingnum í bænum Aasiat á vesturströnd Grænlands, en bærinn er yfir 500 kílómetra norður af höfuðstaðnun Nuuk.

Bílvelta á Holtavörðuheiði

Þrír menn sluppu lítið meiddir þegar lítill pallbíll þeira valt tvær veltur út fyrir veginn um Holtavörðuheiði snemmam í morgun.

Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði

Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum.

Fékk mígreniskast og talar nú með kínverskum hreim

Bresk kona frá Devon fékk heiftarlegt mígreniskast og vaknaði daginn eftir með sterkan kínverskan hreim. Hin 35 ára gamla Sarah Colwill segir að læknar hafi greint sig með svokallað "Foreign Accent Syndrome" en fyrirbrigðið er ekki óþekkt.

Þjóðarsorg í Kína

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kína í dag vegna þeirra sem létust í jarðskjálftanum í Qinghai héraði fyrir viku síðan.

Nick Clegg segir Brown vera að fara á taugum

Gordon Brown forsætisráðherra virðist nú vera farinn að stíga í vænginn við frjálslynda demókrata en þeir hafa verið að bæta við sig fylgi í Bretlandi eftir góða frammistöðu Nicks Clegg í sjónvarpskappræðum á dögunum.

Miklar tafir á evrópskum flugvöllum

Öngþveiti ríkir enn á mörgum flugvöllum vegna vandræðanna sem gosið í Eyjafjallajökli hefur skapað í Evrópu þrátt fyrir að flestir flugvellir hafi verið opnaðir.

Iceland Express fyrst í loftið frá Gatwick

Önnur vél Iceland Express frá London lendir í Keflavík skömmu eftir hádegi í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrjú hundruð og fimmtíu manns hafa þá flogið til London á vegum félagsins síðan bresk flugmálayfirvöld opnuðu flugvellina þar um miðnætti.

Alvarleg líkamsárás í Breiðholti

Alvarleg líkamsárás var framin í fjölbýlishúsi í neðra Breiðholti um þrjú leitið í nótt og þurfti að gera að sárum þolandans á Slysadeild Landsspítalans. Tveir menn náðu manninum fram á stigagang og gengu þar í skrokk á honum.

Rólegra á gosstöðvunum

Rólegt var á gosstöðvunum í Eyjafjallafjökli í nótt og er talið að kraftur gossins sé nú aðeins brot af því sem var á fyrstu dögum þess. Þá bendir allt til þess að nú gjósi aðeins úr einum gíg.

Svikahrappurinn var náðaður fyrir áratug

Hálfsextugur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna meintra stórfelldra fjársvika var náðaður af heilsufarsástæðum fyrir um tíu árum og þurfti því ekki að afplána tuttugu mánaða fangelsi, sem Hæstiréttur hafði þá dæmt hann í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Aukið traust á flestum miðlum

Nokkuð fleiri bera mikið traust til Fréttablaðsins nú en í október í fyrra. Á sama tíma hefur þeim fækkað sem treysta ekki blaðinu. Þetta er meðal niðurstaðna nýjustu könnunar markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR á trausti fólks til fjölmiðla.

Ein kona í sex manna hópi

Jafnréttisstofa mun senda fjármálaráðherra erindi og óska eftir rökstuðningi hans fyrir því að ekki sé gætt að kynjahlutföllum við skipan í starfshóp sem fjalla á um breytingar á skattkerfinu. Í starfshópinn voru skipaðir fimm karlmenn og ein kona.

Viðkvæmt segir fulltrúi VG

Umsókn um leyfi til að breyta Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg í Icelandair hótel er enn óafgreidd hjá borgaryfirvöldum. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsráðs að ósk Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna.

Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls

Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum.

Greiðslur skertar um allt að 16,7 prósent

Stærstu lífeyrissjóðirnir á almennum markaði sjá fram á að þurfa að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna slæmrar stöðu sjóðanna. Engar skerðingar verða hjá starfsmönnum ríkisins.

Fleiri tapa en flugfélögin

Öskuskýin frá Íslandi hafa ekki aðeins komið illa niður á rekstri flugfélaga, heldur eru áhrifin af flugstöðvuninni farin að bitna á efnahagslífi víða um heim með margvíslegum hætti.

Hef alltaf verið hrædd við Kötlu

Að Giljum í Mýrdal búa hjónin Ólafur Pétursson og Þórunn Björnsdóttir. Bæði muna þau glöggt eftir Kötlugosinu 1918.

Helmingi áætlunarinnar lokið

Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 440 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna. Samþykkt fyrir því kom í kjölfar annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda hér.

Lofuðu mörgu en gerðu fátt

Íslensk stjórnvöld lofuðu í maí 2008 að minnka bankakerfið og breyta lánareglum Íbúðalánasjóðs. Norrænu seðlabankarnir voru tortryggnir. Íslenska bankakerfið var allt of stórt fyrir landið og stjórnvöld gerðu lítið sem ekkert til að breyta þeirri staðreynd. Þetta er ein af meginniðurstöðum rannsóknarnefndarinnar.

Segir börn upplifa ógn í nágrenni við mótmæli

„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Það er ekkert launungarmál,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mótmæli sem efnt hefur verið til fyrir framan heimili þingmannanna Steinunnar V. Óskarsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Kona kærð fyrir árás á sambýliskonu

Lögreglan á Höfn í Hornafirði rannsakar nú líkamsárás sem varð þar í bænum á sunnudag. Kona réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda hlaut áverka í munni.

Sjá næstu 50 fréttir