Erlent

Flugumferð á fullt á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að flug verði komið á fullt á morgun. Mynd/ AFP.
Talið er að flug verði komið á fullt á morgun. Mynd/ AFP.
Flugumferð í Evrópu ætti að vera komin á fullt á morgun eftir röskun í sex daga, segja talsmenn Eurocontrol, loftferðareftirlits Evrópusambandsins. Flugvélar flugu í dag og voru flest flugin á áætlun, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Tugir þúsunda eru hins vegar enn strandaglópar vegna tafanna sem öskufallið úr Eyjafjallajökli hefur orsakað. Talið er að flugfélög hafi tapað alls 1,7 milljörðum bandaríkjadala, eða 216 milljörðum íslenskra króna, og hagsmunasamtök þeirra krefjast þess að stjórnvöld ríkja í Evrópu hlaupi undir bagga.

Eurocontrol áætlar að 22,500 flug hafi verið farin í dag, en á venjulegum virkum degi eru þau um 28 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×