Innlent

Átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga áfengisdauðri stúlku

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóminn yfir nauðgara en dómurinn klofnaði í afstðu sinni.
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóminn yfir nauðgara en dómurinn klofnaði í afstðu sinni.

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri en hann var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nýtt sér ölvunarástand stúlku og nauðgað henni. Stúlkan var mjög ölvuð og gat því ekki spornað við verknaðinum.

Gunnlaugur Claessen, hæstaréttadómari, skilaði inn séráliti en hann vildi meina að ekki væri búið að færa óyggjandi sannanir á að stúlkan hafi ekki getað varist nauðguninni vegna ölvunar.

Maðurinn, sem er fæddur 1987, er dæmdur fyrir að nauðga stúlkunni heima hjá sér í júlí árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×