Innlent

Nafnabreytingar á ráðuneytum hafa kostað 3 milljónir

Guðlaugur Þór Þórðarson spurði fjármálaráðherra um kostnað vegna nafnabreytingar á ráðuneytum. Þær hafa kostað ríkið skildinginn.
Guðlaugur Þór Þórðarson spurði fjármálaráðherra um kostnað vegna nafnabreytingar á ráðuneytum. Þær hafa kostað ríkið skildinginn.

Breytingar á nöfnum fjögurra ráðuneyta á kjörtímabilinu hafa kostað ríkissjóð þrjár milljónir króna samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra.

Hann svaraði þar fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnað á breytingunum á Alþingi í dag.

Um er að ræða nafnabreytingar á dóms- og mannréttindamálaráðuneyti, mennta- og menningamálaráðuneyti, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti.

Steingrímur sagði að dýrustu breytingarnar hefðu verið hjá hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu en þær námu um 1,1 milljón króna. Svo kom dóms- og mannréttindamálaráðuneyti en kostnaðurinn nam alls 863 þúsund krónur vegna breytinganna.

Þá áréttaði Steingrímur í ræðupúlti að kostnaðurinn kæmi að mörgu leitinu til baka og þannig væri ekki hægt að líta svo á að um væri að ræða hreint tap.

Guðlaugur Þór benti svo á að ekki sæi fyrir endann á breytingum á ráðuneytum þar sem til stendur að stofna innanríkisráðuneyti og svo atvinnumálaráðuneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×