Stúdentar óánægðir með námsval í sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2010 20:20 Nemendur segja að þeim standi ekki eins mikið val til boða og þeir töldu í fyrstu. Mynd/ Anton Brink. Stúdentar við Háskóla Íslands eru síður en svo ánægðir með það námsúrval sem þeim stendur til boða í sumar, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir að fyrir um það bil tveimur mánuðum hafi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnt að það yrðu um 100 - 200 sumarpróf í boði við Háskólann. „Eins og staðan er núna hafa háskólayfirvöld ekki uppfyllt þessar yfirlýsingar Katrínar," segir Jens. Listinn yfir þau sumarpróf sem í boði verða var birtur í gær. Sumarnám verður ekki í boði með sama sniði og í fyrra heldur verður um að ræða próf sem stúdentum stendur til boða að taka auk þess sem þeir geta skilað inn verkefnum. „Þetta er mjög lítið úrval af námskeiðum, ef við horfum bara á þessi námskeið - þessi sumarpróf. Verkefnin eru annað," segir Jens. „Nemendur voru búnir að gera ráð fyrir því að það yrðu 100 - 200 sumarpróf, en svo kemur þessi skellur. Þetta eru námskeið sem að henta ekki næstum því öllum. Það eru mjög margir nemendur sem geta ekki nýtt sér þetta," segir Jens. Hann segir að niðurstaðan sé alls ekki í takti við það sem menntamálaráðherra hafi lofað. Hann bendir á að ráðuneytið hafi ekki veitt Háskólanum neitt aukið fjármagn til að halda þessi próf. „Þetta virðist vera það eina sem Háskólinn getur útvegað eins og staðan er núna og við erum að leita að leiðum til þess að fá fleiri námskeið í gegn, hvort sem það er í gegnum Háskólann eða í gegnum ríkið," segir Jens. Í tilkynningu sem Háskóli Íslands sendi frá sér í dag kom fram að skólinn hafi boðið um 60 próf í grunnnámi ásamt 11 sérstökum námskeiðum sem aðeins verða kennd í sumar og ljúki með prófi í ágúst. Í skipulagi skólans væri ekki gert ráð fyrir prófum í ágúst og niðurskurður á rekstrarfé til skólans gerði honum erfitt um vik. Engu að síður reyndi Háskólinn að bjóða upp á eins mörg próf nú í ágúst og kostur væri. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Stúdentar við Háskóla Íslands eru síður en svo ánægðir með það námsúrval sem þeim stendur til boða í sumar, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir að fyrir um það bil tveimur mánuðum hafi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnt að það yrðu um 100 - 200 sumarpróf í boði við Háskólann. „Eins og staðan er núna hafa háskólayfirvöld ekki uppfyllt þessar yfirlýsingar Katrínar," segir Jens. Listinn yfir þau sumarpróf sem í boði verða var birtur í gær. Sumarnám verður ekki í boði með sama sniði og í fyrra heldur verður um að ræða próf sem stúdentum stendur til boða að taka auk þess sem þeir geta skilað inn verkefnum. „Þetta er mjög lítið úrval af námskeiðum, ef við horfum bara á þessi námskeið - þessi sumarpróf. Verkefnin eru annað," segir Jens. „Nemendur voru búnir að gera ráð fyrir því að það yrðu 100 - 200 sumarpróf, en svo kemur þessi skellur. Þetta eru námskeið sem að henta ekki næstum því öllum. Það eru mjög margir nemendur sem geta ekki nýtt sér þetta," segir Jens. Hann segir að niðurstaðan sé alls ekki í takti við það sem menntamálaráðherra hafi lofað. Hann bendir á að ráðuneytið hafi ekki veitt Háskólanum neitt aukið fjármagn til að halda þessi próf. „Þetta virðist vera það eina sem Háskólinn getur útvegað eins og staðan er núna og við erum að leita að leiðum til þess að fá fleiri námskeið í gegn, hvort sem það er í gegnum Háskólann eða í gegnum ríkið," segir Jens. Í tilkynningu sem Háskóli Íslands sendi frá sér í dag kom fram að skólinn hafi boðið um 60 próf í grunnnámi ásamt 11 sérstökum námskeiðum sem aðeins verða kennd í sumar og ljúki með prófi í ágúst. Í skipulagi skólans væri ekki gert ráð fyrir prófum í ágúst og niðurskurður á rekstrarfé til skólans gerði honum erfitt um vik. Engu að síður reyndi Háskólinn að bjóða upp á eins mörg próf nú í ágúst og kostur væri.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira