Innlent

Aukið traust á flestum miðlum

Traust á flestum fjölmiðlum eykst á milli ára, samkvæmt könnun MMR. Fréttablaðið/Anton
Traust á flestum fjölmiðlum eykst á milli ára, samkvæmt könnun MMR. Fréttablaðið/Anton
Nokkuð fleiri bera mikið traust til Fréttablaðsins nú en í október í fyrra. Á sama tíma hefur þeim fækkað sem treysta ekki blaðinu. Þetta er meðal niðurstaðna nýjustu könnunar markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR á trausti fólks til fjölmiðla.

Í niðurstöðunum, sem birtar voru í gær, kemur fram að Fréttablaðið nýtur trausts 34,8 prósent þátttakenda í könnuninni. Í könnun MMR, sem unnin var fyrir 365 miðla í október í fyrra, báru 31,4 prósent þátttakenda mikið traust til blaðsins. Þá vantreysta mun færri fréttaflutningi Fréttablaðsins nú en í október, eða 21,7 prósent þátttakenda. Í könnuninni í fyrra báru 27,7 prósent lítið traust til blaðsins. Í sambærilegri könnun MMR í september í fyrra báru 22,4 prósent þátttakenda lítið traust til blaðsins.

Traust á Morgunblaðinu hefur sömuleiðis aukist. Í októberkönnun MMR treystu 39,8 prósent þátttakenda fréttaflutningi blaðsins samanborið við 57,9 prósent fyrripart september. Nú gera það 46,4 prósent þátttakenda. Þá bera 24,9 prósent lesenda lítið traust til fréttaflutnings Morgunblaðsins samanborið við 35 prósent í október. Í september í fyrra báru 13,2 þátttakenda lítið traust til blaðsins. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×