Innlent

Lögreglan hótar handtökum vegna brota á friðhelgi einkalífs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólkið kom saman í þriðja sinn fyrir framan hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Mynd/ Baldur.
Fólkið kom saman í þriðja sinn fyrir framan hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Mynd/ Baldur.
Allt að 30 manns komu saman fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í kvöld. Steinunn Valdís var ekki heima á meðan fólkið var þar fyrir utan.

Lögreglan fylgdist með því sem fram fór og ræddi við fólkið. Í máli lögreglunnar kom fram að hegðun fólksins væri ólögleg og að fjölskyldunni, sem býr í húsinu þar sem hópurinn kom saman, væri ógnað. Um væri að ræða brot á friðhelgi einkalífs og menn mættu búast því að verða handteknir ef þeir mættu aftur á morgun.

Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kemst næst er um sama fólk að ræða og staðið hefur fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar síðastliðin tvö kvöld og kom jafnframt saman fyrir utan hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í síðustu viku.

Fólkið er núna farið af vettvangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×