Innlent

Iceland Express fyrst í loftið frá Gatwick

Vél Iceland Express var fyrst í loftið þegar flug var leyft á Gatwick flugvelli.
Vél Iceland Express var fyrst í loftið þegar flug var leyft á Gatwick flugvelli.

Önnur vél Iceland Express frá London lendir í Keflavík skömmu eftir hádegi í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrjú hundruð og fimmtíu manns hafa þá flogið til London á vegum félagsins síðan bresk flugmálayfirvöld opnuðu flugvellina þar um miðnætti.

„Fyrri vél félagsins frá London í nótt var fyrsta farþegavél sem tók sig á loft frá Gatwick eftir að flugvöllurinn var opnaður. Þá hafa þýsk flugmálayfirvöld tilkynnt að þau munu opna sína flugvelli síðar í dag og mun félagið fljúga til Berlínar um leið og flugleiðin verður opnuð.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara."

Icelandair með aukaflug til London

Þá hefur Icelandair tilkynnt að efnt verður til tveggja aukafluga til London, Heathrow síðdegis í dag. Brottför frá Keflavíkurflugvelli verður kl. 16.10 og 17.00 og brottför frá London verður kl. 21.10 og 22.05.

Fyrir hádegi flýgur félagið til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Parísar og Manchester/Glasgow. Flug til Bandaríkjanna er samkvæmt áætlun í dag.

„Sem fyrr er sérstök athygli vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar," segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×