Innlent

Ármann segist munu borga allt

Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi og fyrrverandi þingmaður, skuldaði bönkunum 248 milljónir í ágúst 2007. Ólíkt mörgum þeirra sem getið er á lista nefndarinnar yfir þingmenn sem fengu yfir 100 milljónir að láni skrifast lán Ármanns ekki á maka hans né hefðbundinn atvinnurekstur, heldur var þar lánað fyrir hlutabréfaviðskiptum.

Í samtali við Fréttablaðið segist Ármann hafa fengið flest lánin áður en hann settist á þing 2007 og staðan sé mun betri nú. Skuldir hans séu óverulegar og ekkert verði afskrifað. Hann hafi átt tryggingar fyrir öllum lánunum og ekki verði gengið að neinum veraldlegum eignum hans. Allt hafi verið gert samkvæmt almennum leikreglum í bankakerfinu. Hann sjái ekki hvernig það ætti að veikja stöðu sína.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×