Innlent

Sjómanni á vélarvana báti bjargað

Sjómaðurinn sendi út neyðarkall og kölluðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar þegar úrbjörgunarskip slysavarnafélagsins og óskuðu eftir aðstoð nálægra báta.
Sjómaðurinn sendi út neyðarkall og kölluðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar þegar úrbjörgunarskip slysavarnafélagsins og óskuðu eftir aðstoð nálægra báta. MYND/Guðmundur St. Valdimarsson

Sjómanni, sem var einn á fiskibáti sínum, Steina GK, var bjargað á síðustu stundu þegar vélin í bátnum bilaði þegar hann var staddur skammt frá Garðskagavita,laust fyrir klukkan níu í morgun. Bátinn rak hratt í átt að grýttri fjörunni.

Sjómaðurinn sendi út neyðarkall og kölluðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar þegar úrbjörgunarskip slysavarnafélagsins og óskuðu eftir aðstoð nálægra báta.

Svo vel vildi hinsvegar til að varðskip var statt skammt frá og fóru skipverjar á léttbáti frá því að bilaða bátnum og voru komnir með hann í tog, aðeins fáeinum mínútum eftir að neyðarkallið barst, og þar með var hættan liðin hjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×