Erlent

Flugbanni aflétt í Evrópu

Óli Tynes skrifar

John Beddington prófessor er æðsti vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar.

Hann fer fyrir fjölmennum hópi vísindamanna sem hafa það hlutverk að gefa ríkisstjórninni ráð í öllu sem vísindi snertir.

Hann sagði í samtali við Sky fréttastofuna að fullkomlega öruggt væri nú að leyfa flug á nýjan leik.

Aðspurður hvort hann myndi sjálfur fljúg svaraði hann játandi.

Beddington sagði að auðvitað yrði fylgst náið með gosinu og þróun þess og hvernig askan dreifðist.

Ef ástæða þætti til yrði flug stöðvað eða takmarkað á nýjan leik

Þetta eru góðar fréttir fyrir milljónir manna um allan heim sem hafa lent í miklum erfiðleikum vegna flugbannsins,

Ekki aðeins þeir sem hafa verið að ferðast, heldur einnig þeir hafa ekki komið vörum sínum á markað.

Það á til dæmis við á Íslandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna þess að ekki hefur verið hægt að flytja ferskan fisk með flugi.

Sjálfsagt tekur einhverja daga að koma fluginu í fyrra horf og koma öllum þeim sem beðið hafa til síns áfangastaðar.

Svo er bara að vona að Eyjafjallajökull samþykki þetta og haldi sig á mottunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×