Fleiri fréttir Vill ákæru fyrir afglöp í starfi Guðmundur Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, vill að ríkissaksóknari taki afstöðu til þess hvort ákæra beri Sigurð Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóra, fyrir afglöp í starfi. 12.4.2010 05:30 Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. 12.4.2010 05:15 Ráðherra segir ekkert að óttast Engin ástæða er til að ætla annað en að lögreglumenn uppfylli skyldur sínar með prýði hér eftir sem hingað til, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. 12.4.2010 05:00 Undirbúa kosningar í skugga harmleiks Efnahags- og stjórnmálalíf Póllands er í uppnámi eftir flugslysið á laugardag þar sem 96 fórust. Pólska stjórnin segir að upplausnarástand ríki ekki í landinu. 12.4.2010 04:15 Fimmtíu fölsuð vegabréf tekin Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á 53 fölsuð eða sviplík ferðaskilríki á síðasta ári. Auk þess var för þrjátíu manna stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem reyndu að komast til landsins með ólögmætum hætti. 12.4.2010 04:00 Rannsaka frekar ef þarf Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. 12.4.2010 04:00 Hvetur talibana til að leggja niður vopn Hamid Karzai, forseti Afganistans, hvetur talibana til að leggja niður vopn. Hann fullyrðir að erlent herlið færri ekki úr landinu fyrr en þeir geri það. Þetta kom fram í máli forsetans sem heimsótti norðurhluta Afganistans í dag. 11.4.2010 22:45 Hafnar kröfum stjórnarandstöðunnar Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, segist harma dauða rúmlega 20 mótmælenda og lögreglumanna sem létu lífið í gær. Hann hafnar þó alfarið kröfum stjórnarandstöðunnar og segist ekki ætla að víkja sem forseti. 11.4.2010 21:00 Íslenskur sérfræðingur: Rússanna bíður erfitt verk Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi bíður erfitt og viðkvæmt verkefni segir íslenskur flugslysasérfræðingur. Vladimir Pútin ætlar persónulega að fylgjast með rannsókninni. 11.4.2010 19:10 Nýir hópar leita eftir mataraðstoð Nýir hópar leita nú í auknum mæli eftir matargjöfum. Forstöðumaður Samhjálpar segir að áður hafi samtökin aðallega gefið fólki í vímuefnaneyslu að borða, en nú séu öryrkjar og atvinnulausir fastir gestir hjá Samhjálp. 11.4.2010 19:03 VG býður fram í 15 sveitarfélögum Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram lista á mun fleiri stöðum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en áður, eða í 15 sveitarfélögum. Forystumenn flokksins í sveitastjórnarmálum komu saman í Grindavík um helgina til að leggja línurnar fyrir átökin sem eru framundan. 11.4.2010 19:40 Íslendingur uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu hér á landi Manni um fimmtugt brá í brún þegar Þjóðskrá tilkynnti honum að hann uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu Íslandi. Þetta þykir manninum furðulegt enda er hann alíslenskur. 11.4.2010 19:32 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt á morgun Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verður kynnt á á blaðamannafundi í fyrramálið. 11.4.2010 19:26 Björgunarsveitarmenn á leið til baka - pikkuðu upp fólk á gangi Björgunarsveitarmenn eru á leið til baka með tvo erlenda ferðamenn sem höfðu verið veðurtepptir í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Veður hefur verið afar slæmt á þessu svæði síðust daga. 11.4.2010 18:03 Minntust látinna í Bangkok 21 maður féll og tæplega 900 særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Bangkok höfuðborg Tælands í gær. Þetta eru verstu pólitísku átök í landinu í 20 ár, en mótmælendur hafa staðið fyrir aðgerðum í mánuð. Þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. 11.4.2010 17:15 Þyrlan lent með manninn Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan fjögur með karlmann með mikla brjóstverki. Talið er að maðurinn sem er á sextugsalri hafi fengið hjartaáfall en það hefur ekki fengist staðfest. 11.4.2010 16:14 Þyrla Gæslunnar kölluð út Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst á fjórða tímanum í dag um karlmann með mikla brjóstverki í Helgadal í Mosfellssveit. Undanfarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu eru lagðar af stað á vettvang, samkvæmt Ólöfu Snæhólms Baldursdóttur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið. 11.4.2010 15:28 Ræða um stuðning ESB við atvinnu- og byggðaþróun Gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns muni sækja ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum sem haldin verður í Salnum Kópavogi á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standi að ráðstefnunni. 11.4.2010 15:14 Látlaus viðhöfn á flugvellinum í Varsjá Lík Lech Kaczynski forseta Póllands var flutt með pólskri herflugvél til heimlandsins í dag. Látlaus viðhöfn var á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, þegar hermenn báru kistu forsetans út úr flugvélinni. Helstu ráðamenn landsins voru viðstaddir og hermenn stóðu heiðursvörð. Síðan var ekið með kistuna frá flugvellinum í gegnum miðborgina að forsetahöllinni. 11.4.2010 14:59 Björgunarsveitarmenn ekki komnir í Baldvinsskála Björgunarsveitarmenn eru ekki komnir að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en þar er erlent ferðafólk veðurteppt. Fólkið lagði af stað að gosinu í góðu veðri fyrir um þremur dögum, á leiðinni hreppti það mikið óveður og leitaði það skjóls í skálanum. Færðin er slæm og er því talið að það muni reynast þrautinni þyngri fyrir björgunarsveitarmenn að komast til þeirra, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli. 11.4.2010 14:13 Lítill órói við gosstöðvarnar Lítill órói hefur verið gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi síðastliðinn sólarhring og jarðskjálftar hafa verið afar fáir, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofunni. 11.4.2010 14:06 Krefast rannsóknar á námuslysinu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, krefst þess að fram fari opinber rannsókn á orsökum kolanámuslyssins í Vestur-Virginíu fyrir tæpri viku þegar 29 starfsmenn létust í kjölfar sprengingar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Obama segir mikilvægt að fram fari ítarleg rannsókn svo að koma megi í veg fyrir samskonar slys í framtíðinni. 11.4.2010 13:40 Árni Páll hótar lánafyrirtækjunum löggjöf Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að ef ekki næst samkomulag við eignaleigufyrirtækin um hvernig leysa eigi skuldavanda þeirra sem tóku bílalán í erlendri mynt þá verði löggjöf beitt til að leysa vandann. Árni Páll sagði þetta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. 11.4.2010 13:10 Lúpínu eingöngu beitt á takmörkuðu svæði Stöðva á útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar og landgræðslustjóri kynntu umhverfisráðherra tillögur sínar fyrir helgi. 11.4.2010 12:58 Skiltaþjófurinn framseldur til Póllands Sænskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa skipulagt þjófnaðinn á Arbeit macht frei skiltinu í Auscwitz var framseldur til Póllands í vikunni. 11.4.2010 12:01 Minnast fórnarlambanna - Lík forsetans flutt til Póllands Pólverjar minntust forseta síns og þeirra tuga manna sem fórust með honum í flugslysinu í Rússlandi í gær, með tveggja mínútna þögn í morgun. Kennsl hafa verið borin á lík forsetans sem líklega verður flutt til Póllands í dag. 11.4.2010 12:00 Ögmundur: Almenningur búinn að fá upp í kok „Er þetta leikrit eftir Ibsen? Nei, þetta er Ísland í dag,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. Hann segir hópmúgsefjun ríkja í þjóðfélaginu í tengslum við útkomu skýrslunnar. Þá segir að hann að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. 11.4.2010 11:39 Öflugur jarðskjálfti við Salómonseyjar Öflugur jarðskjálfti reið yfir skammt frá Salómonseyjum í Kyrrahafi í morgun. Skjálftinn var að stærðinni 7,1. Upptök hans voru tæplega hundrað kílómetra suðvestan af eyjunum. Hann var á 52 kílómetra dýpi. Ekki er búist við því að fljóðbylgja fylgi í kjölfarið. 11.4.2010 11:02 Tuttugu látnir í Bangkok og meira en 800 særðir Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir átök mótmælenda við herinn í Tælandi og meira en 800 liggja slasaðir. 11.4.2010 10:07 Föst í skála á Fimmvörðuhálsi Erlent ferðafólk hefur verið veðurteppt í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir veður snælduvitlaust á svæðinu og varar fólk eindregið við því að vera á ferð. 11.4.2010 10:04 Unnu til verðlauna í Blackpool Dansararnir Höskuldur Þór Jónsson og Margrétar Hörn Jóhannsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar vann fjögur silfurverðlaun í flokki 11 ára og yngri í danskeppni barna sem haldin var í Blackpool á Englandi í vikunni. 11.4.2010 10:03 Trúleysingjar freista þess að fá páfa handtekinn Tveir Bretar og þekktir trúleysingjar, Cristopher Hitchens og Richard Dawkins, ætla að freista þess að fá Benedikt 16. páfa handtekinn þegar hann kemur til Bretlands í haust. Þeir segja nægar forsendur fyrir handtökunni því Páfi hafi þaggað niður kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni og hylmt yfir með kynferðisbrotamönnum. 11.4.2010 09:58 Vegir víðast hvar auðir Það er hlýtt um allt land og vegir víðast hvar auðir. Ófært er bæði um Nesjavallaveg og Lyngdalsheiði vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 11.4.2010 09:32 Sjö stútar stöðvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sex ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis. Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. 11.4.2010 09:25 Pútín vakir yfir rannsókninni Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur lýst því yfir að hann muni persónulega fylgjast með rannsókn á flugslysinu þegar forseti Póllands og fylgdarlið hans fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í gær. Flest bendir til að mistök flugmanna hafi orsakað slysið þegar Lech Kaczynski, forseti Póllands, eiginkona hans og tugir æðstu embættismanna landsins fórust við Smolensk í Rússlandi í gærmorgun. 11.4.2010 09:12 Lög um reykingabann á opinberum stöðum samþykkt í Paragvæ Íbúum Paragvæ er ekki lengur heimilt að kveikja sér í sígarettum á veitingastöðum, knæpum og verslunarmiðstöðum. Þingmenn samþykktu frumvarp þess efnis fyrir helgi. 11.4.2010 07:15 Fjögur lík fundust til viðbótar Lík fjögurra manna fundust í gærkvöldi í kolanámu í Vestur-Virginíu. Þeirra hafði verið saknað frá því í byrjun vikunnar en eiturgufur torvelduðu björgunarstörfin. Lík 25 manna höfðu áður fundist. 10.4.2010 23:00 Borgarholtsskóli vann Söngkeppni framhaldsskólanna Borgarholtsskóli bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2. Það voru félagarnir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sem sungu til sigurs með íslenskri rappaðri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven. 10.4.2010 22:13 Blóðug átök í Bangkok Að minnsta kosti ellefu féllu og yfir 500 særðust í hörðum átökum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu. Fyrr í vikunni lýsti forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva yfir neyðarástandi í höfuðborginni. Átökin í dag voru þau blóðugustu til þessa. 10.4.2010 21:00 Hundruð milljóna horfnar Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. 10.4.2010 18:48 Varað við hvassviðri á Ólafsfjarðarvegi Lögreglan á Dalvík vill vara vegfarendur sem eiga leið um Ólafsfjarðarveg við miklu hvassviðri, suðvestan strekkingur þvert á veginn. Þakplötur eru að fjúka af útihúsum og eins eru ökumenn með kerrur sérstaklega varaðir við að vera þar á ferðinni. 10.4.2010 22:41 Einn með allar tölurnar réttar - fær 28 milljónir Einn var með allar tölurnar í Lottóinu réttar í kvöld og hlýtur vinningshafinn 28.367.070 krónur. Vinningsmiðinn var keyptur í Hagkaup á Akureyri. Sjö voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fá eigendur miðanna rúmlega 111 þúsund krónur í sinn hlut. 10.4.2010 19:34 Össur um forseta Póllands: Hlýja hans gagnvart Íslandi var ótvíræð „Þetta er ógurlega sorglegt og ég fyllist samúð með pólsku þjóðinni að missa forseta sinn með þessu hætti,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, um Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í morgun. Talið er að 96 manns hafi farist í slysinu, þar á meðal forsetafrúin, fjölmargir háttsettir embættismenn og æðstu ráðamenn pólska hersins. 10.4.2010 16:32 Biskup kaþólikka sendir samúðarkveðjur Pétur Bürcher, biskup kaþólikka hér á landi, sendir pólsku þjóðinni og Pólverjum á Íslandi samúðarkveðjur sínar flugslyssins í Rússlandi í morgun. Þar fórust forseti Póllands, forsetafrú, hópur þingmanna og margir af æðstu embættismönnum pólska hersins. Hann var ekki viðstaddur minningarathöfnina í Kristskirkju í dag en hann er á ferðalagi um Austurland vegna ferminga. 10.4.2010 20:04 Eitt af stórvirkjum Brams flutt á tónleikum í Hallgrímskirkju Um 120 manns taka þátt í flutningi á meistaraverki Brahms, Ein Deutsches Reguiem eða þýskri Sálumessu á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar nú um helgina. Stjórnandinn segist hafa beðið eftir því að fá flytja það í 30 ár enda telji hann það eitt fegursta verk sem samið hefur verið. 10.4.2010 19:14 Sjá næstu 50 fréttir
Vill ákæru fyrir afglöp í starfi Guðmundur Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, vill að ríkissaksóknari taki afstöðu til þess hvort ákæra beri Sigurð Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóra, fyrir afglöp í starfi. 12.4.2010 05:30
Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. 12.4.2010 05:15
Ráðherra segir ekkert að óttast Engin ástæða er til að ætla annað en að lögreglumenn uppfylli skyldur sínar með prýði hér eftir sem hingað til, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. 12.4.2010 05:00
Undirbúa kosningar í skugga harmleiks Efnahags- og stjórnmálalíf Póllands er í uppnámi eftir flugslysið á laugardag þar sem 96 fórust. Pólska stjórnin segir að upplausnarástand ríki ekki í landinu. 12.4.2010 04:15
Fimmtíu fölsuð vegabréf tekin Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á 53 fölsuð eða sviplík ferðaskilríki á síðasta ári. Auk þess var för þrjátíu manna stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem reyndu að komast til landsins með ólögmætum hætti. 12.4.2010 04:00
Rannsaka frekar ef þarf Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. 12.4.2010 04:00
Hvetur talibana til að leggja niður vopn Hamid Karzai, forseti Afganistans, hvetur talibana til að leggja niður vopn. Hann fullyrðir að erlent herlið færri ekki úr landinu fyrr en þeir geri það. Þetta kom fram í máli forsetans sem heimsótti norðurhluta Afganistans í dag. 11.4.2010 22:45
Hafnar kröfum stjórnarandstöðunnar Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, segist harma dauða rúmlega 20 mótmælenda og lögreglumanna sem létu lífið í gær. Hann hafnar þó alfarið kröfum stjórnarandstöðunnar og segist ekki ætla að víkja sem forseti. 11.4.2010 21:00
Íslenskur sérfræðingur: Rússanna bíður erfitt verk Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi bíður erfitt og viðkvæmt verkefni segir íslenskur flugslysasérfræðingur. Vladimir Pútin ætlar persónulega að fylgjast með rannsókninni. 11.4.2010 19:10
Nýir hópar leita eftir mataraðstoð Nýir hópar leita nú í auknum mæli eftir matargjöfum. Forstöðumaður Samhjálpar segir að áður hafi samtökin aðallega gefið fólki í vímuefnaneyslu að borða, en nú séu öryrkjar og atvinnulausir fastir gestir hjá Samhjálp. 11.4.2010 19:03
VG býður fram í 15 sveitarfélögum Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram lista á mun fleiri stöðum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en áður, eða í 15 sveitarfélögum. Forystumenn flokksins í sveitastjórnarmálum komu saman í Grindavík um helgina til að leggja línurnar fyrir átökin sem eru framundan. 11.4.2010 19:40
Íslendingur uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu hér á landi Manni um fimmtugt brá í brún þegar Þjóðskrá tilkynnti honum að hann uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu Íslandi. Þetta þykir manninum furðulegt enda er hann alíslenskur. 11.4.2010 19:32
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt á morgun Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verður kynnt á á blaðamannafundi í fyrramálið. 11.4.2010 19:26
Björgunarsveitarmenn á leið til baka - pikkuðu upp fólk á gangi Björgunarsveitarmenn eru á leið til baka með tvo erlenda ferðamenn sem höfðu verið veðurtepptir í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Veður hefur verið afar slæmt á þessu svæði síðust daga. 11.4.2010 18:03
Minntust látinna í Bangkok 21 maður féll og tæplega 900 særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Bangkok höfuðborg Tælands í gær. Þetta eru verstu pólitísku átök í landinu í 20 ár, en mótmælendur hafa staðið fyrir aðgerðum í mánuð. Þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. 11.4.2010 17:15
Þyrlan lent með manninn Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan fjögur með karlmann með mikla brjóstverki. Talið er að maðurinn sem er á sextugsalri hafi fengið hjartaáfall en það hefur ekki fengist staðfest. 11.4.2010 16:14
Þyrla Gæslunnar kölluð út Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst á fjórða tímanum í dag um karlmann með mikla brjóstverki í Helgadal í Mosfellssveit. Undanfarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu eru lagðar af stað á vettvang, samkvæmt Ólöfu Snæhólms Baldursdóttur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið. 11.4.2010 15:28
Ræða um stuðning ESB við atvinnu- og byggðaþróun Gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns muni sækja ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum sem haldin verður í Salnum Kópavogi á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standi að ráðstefnunni. 11.4.2010 15:14
Látlaus viðhöfn á flugvellinum í Varsjá Lík Lech Kaczynski forseta Póllands var flutt með pólskri herflugvél til heimlandsins í dag. Látlaus viðhöfn var á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, þegar hermenn báru kistu forsetans út úr flugvélinni. Helstu ráðamenn landsins voru viðstaddir og hermenn stóðu heiðursvörð. Síðan var ekið með kistuna frá flugvellinum í gegnum miðborgina að forsetahöllinni. 11.4.2010 14:59
Björgunarsveitarmenn ekki komnir í Baldvinsskála Björgunarsveitarmenn eru ekki komnir að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en þar er erlent ferðafólk veðurteppt. Fólkið lagði af stað að gosinu í góðu veðri fyrir um þremur dögum, á leiðinni hreppti það mikið óveður og leitaði það skjóls í skálanum. Færðin er slæm og er því talið að það muni reynast þrautinni þyngri fyrir björgunarsveitarmenn að komast til þeirra, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli. 11.4.2010 14:13
Lítill órói við gosstöðvarnar Lítill órói hefur verið gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi síðastliðinn sólarhring og jarðskjálftar hafa verið afar fáir, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofunni. 11.4.2010 14:06
Krefast rannsóknar á námuslysinu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, krefst þess að fram fari opinber rannsókn á orsökum kolanámuslyssins í Vestur-Virginíu fyrir tæpri viku þegar 29 starfsmenn létust í kjölfar sprengingar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Obama segir mikilvægt að fram fari ítarleg rannsókn svo að koma megi í veg fyrir samskonar slys í framtíðinni. 11.4.2010 13:40
Árni Páll hótar lánafyrirtækjunum löggjöf Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að ef ekki næst samkomulag við eignaleigufyrirtækin um hvernig leysa eigi skuldavanda þeirra sem tóku bílalán í erlendri mynt þá verði löggjöf beitt til að leysa vandann. Árni Páll sagði þetta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. 11.4.2010 13:10
Lúpínu eingöngu beitt á takmörkuðu svæði Stöðva á útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar og landgræðslustjóri kynntu umhverfisráðherra tillögur sínar fyrir helgi. 11.4.2010 12:58
Skiltaþjófurinn framseldur til Póllands Sænskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa skipulagt þjófnaðinn á Arbeit macht frei skiltinu í Auscwitz var framseldur til Póllands í vikunni. 11.4.2010 12:01
Minnast fórnarlambanna - Lík forsetans flutt til Póllands Pólverjar minntust forseta síns og þeirra tuga manna sem fórust með honum í flugslysinu í Rússlandi í gær, með tveggja mínútna þögn í morgun. Kennsl hafa verið borin á lík forsetans sem líklega verður flutt til Póllands í dag. 11.4.2010 12:00
Ögmundur: Almenningur búinn að fá upp í kok „Er þetta leikrit eftir Ibsen? Nei, þetta er Ísland í dag,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. Hann segir hópmúgsefjun ríkja í þjóðfélaginu í tengslum við útkomu skýrslunnar. Þá segir að hann að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. 11.4.2010 11:39
Öflugur jarðskjálfti við Salómonseyjar Öflugur jarðskjálfti reið yfir skammt frá Salómonseyjum í Kyrrahafi í morgun. Skjálftinn var að stærðinni 7,1. Upptök hans voru tæplega hundrað kílómetra suðvestan af eyjunum. Hann var á 52 kílómetra dýpi. Ekki er búist við því að fljóðbylgja fylgi í kjölfarið. 11.4.2010 11:02
Tuttugu látnir í Bangkok og meira en 800 særðir Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir átök mótmælenda við herinn í Tælandi og meira en 800 liggja slasaðir. 11.4.2010 10:07
Föst í skála á Fimmvörðuhálsi Erlent ferðafólk hefur verið veðurteppt í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir veður snælduvitlaust á svæðinu og varar fólk eindregið við því að vera á ferð. 11.4.2010 10:04
Unnu til verðlauna í Blackpool Dansararnir Höskuldur Þór Jónsson og Margrétar Hörn Jóhannsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar vann fjögur silfurverðlaun í flokki 11 ára og yngri í danskeppni barna sem haldin var í Blackpool á Englandi í vikunni. 11.4.2010 10:03
Trúleysingjar freista þess að fá páfa handtekinn Tveir Bretar og þekktir trúleysingjar, Cristopher Hitchens og Richard Dawkins, ætla að freista þess að fá Benedikt 16. páfa handtekinn þegar hann kemur til Bretlands í haust. Þeir segja nægar forsendur fyrir handtökunni því Páfi hafi þaggað niður kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni og hylmt yfir með kynferðisbrotamönnum. 11.4.2010 09:58
Vegir víðast hvar auðir Það er hlýtt um allt land og vegir víðast hvar auðir. Ófært er bæði um Nesjavallaveg og Lyngdalsheiði vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 11.4.2010 09:32
Sjö stútar stöðvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sex ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis. Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. 11.4.2010 09:25
Pútín vakir yfir rannsókninni Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur lýst því yfir að hann muni persónulega fylgjast með rannsókn á flugslysinu þegar forseti Póllands og fylgdarlið hans fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í gær. Flest bendir til að mistök flugmanna hafi orsakað slysið þegar Lech Kaczynski, forseti Póllands, eiginkona hans og tugir æðstu embættismanna landsins fórust við Smolensk í Rússlandi í gærmorgun. 11.4.2010 09:12
Lög um reykingabann á opinberum stöðum samþykkt í Paragvæ Íbúum Paragvæ er ekki lengur heimilt að kveikja sér í sígarettum á veitingastöðum, knæpum og verslunarmiðstöðum. Þingmenn samþykktu frumvarp þess efnis fyrir helgi. 11.4.2010 07:15
Fjögur lík fundust til viðbótar Lík fjögurra manna fundust í gærkvöldi í kolanámu í Vestur-Virginíu. Þeirra hafði verið saknað frá því í byrjun vikunnar en eiturgufur torvelduðu björgunarstörfin. Lík 25 manna höfðu áður fundist. 10.4.2010 23:00
Borgarholtsskóli vann Söngkeppni framhaldsskólanna Borgarholtsskóli bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2. Það voru félagarnir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sem sungu til sigurs með íslenskri rappaðri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven. 10.4.2010 22:13
Blóðug átök í Bangkok Að minnsta kosti ellefu féllu og yfir 500 særðust í hörðum átökum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu. Fyrr í vikunni lýsti forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva yfir neyðarástandi í höfuðborginni. Átökin í dag voru þau blóðugustu til þessa. 10.4.2010 21:00
Hundruð milljóna horfnar Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. 10.4.2010 18:48
Varað við hvassviðri á Ólafsfjarðarvegi Lögreglan á Dalvík vill vara vegfarendur sem eiga leið um Ólafsfjarðarveg við miklu hvassviðri, suðvestan strekkingur þvert á veginn. Þakplötur eru að fjúka af útihúsum og eins eru ökumenn með kerrur sérstaklega varaðir við að vera þar á ferðinni. 10.4.2010 22:41
Einn með allar tölurnar réttar - fær 28 milljónir Einn var með allar tölurnar í Lottóinu réttar í kvöld og hlýtur vinningshafinn 28.367.070 krónur. Vinningsmiðinn var keyptur í Hagkaup á Akureyri. Sjö voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fá eigendur miðanna rúmlega 111 þúsund krónur í sinn hlut. 10.4.2010 19:34
Össur um forseta Póllands: Hlýja hans gagnvart Íslandi var ótvíræð „Þetta er ógurlega sorglegt og ég fyllist samúð með pólsku þjóðinni að missa forseta sinn með þessu hætti,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, um Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í morgun. Talið er að 96 manns hafi farist í slysinu, þar á meðal forsetafrúin, fjölmargir háttsettir embættismenn og æðstu ráðamenn pólska hersins. 10.4.2010 16:32
Biskup kaþólikka sendir samúðarkveðjur Pétur Bürcher, biskup kaþólikka hér á landi, sendir pólsku þjóðinni og Pólverjum á Íslandi samúðarkveðjur sínar flugslyssins í Rússlandi í morgun. Þar fórust forseti Póllands, forsetafrú, hópur þingmanna og margir af æðstu embættismönnum pólska hersins. Hann var ekki viðstaddur minningarathöfnina í Kristskirkju í dag en hann er á ferðalagi um Austurland vegna ferminga. 10.4.2010 20:04
Eitt af stórvirkjum Brams flutt á tónleikum í Hallgrímskirkju Um 120 manns taka þátt í flutningi á meistaraverki Brahms, Ein Deutsches Reguiem eða þýskri Sálumessu á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar nú um helgina. Stjórnandinn segist hafa beðið eftir því að fá flytja það í 30 ár enda telji hann það eitt fegursta verk sem samið hefur verið. 10.4.2010 19:14
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent