Innlent

Biskup kaþólikka sendir samúðarkveðjur

Mynd/GVA

Pétur Bürcher, biskup kaþólikka hér á landi, sendir pólsku þjóðinni og Pólverjum á Íslandi samúðarkveðjur sínar flugslyssins í Rússlandi í morgun. Þar fórust forseti Póllands, forsetafrúin, hópur þingmanna og margir af æðstu embættismönnum pólska hersins.

Pétur var ekki viðstaddur minningarathöfnina í Kristskirkju í dag en hann er á ferðalagi um Austurland vegna ferminga.

Tilkyninning Péturs: „Kaþólski biskupinn í Reykjavík, Herra Pétur Bürcher, ásamt kaþólska söfnuðinum á Íslandi, tekur innilega þátt í sorg pólskrar þjóðar, einkum þeirra einstaklinga og fjölskyldna, sem búa hér á landi, vegna hörmulega flugslys í Rússlandi í morgun, þar sem forseti Póllands, Herra Lech Kaszynski, kona hans og fjöldi háttsettra pólskra embættismanna auk nokkra biskupa fórust. Hann biður hinn upprisna Drottin að veita þeim hlutdeild í sigur hans yfir sorg og dauða og hughreysta þá, sem eiga um sárt að binda.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×