Innlent

Ræða um stuðning ESB við atvinnu- og byggðaþróun

Gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns muni sækja ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum sem haldin verður í Salnum Kópavogi á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standi að ráðstefnunni.

Meðal umfjöllunarefna er hlutverk stuðningskerfa ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar, s.s. innan sjávarútvegs og landbúnaðar, með áherslu á nýsköpun, menntun og markvissa áætlanagerð. Beint verður sjónum að svæðisbundnum samstarfsáætlunum og stefnu ESB um atvinnuþróun, félagslega samstöðu og uppbyggingu mannauðs í dreifbýli og þéttbýli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×