Innlent

Eitt af stórvirkjum Brams flutt á tónleikum í Hallgrímskirkju

Um 120 manns taka þátt í flutningi á meistaraverki Brahms, Ein Deutsches Reguiem eða þýskri Sálumessu á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar nú um helgina. Stjórnandinn segist hafa beðið eftir því að fá flytja það í 30 ár enda telji hann það eitt fegursta verk sem samið hefur verið.

Yfir fimm þúsund manns hafa sótt viðburði Kirkjulistahátíðar síðan hún hófst á Pálmasunnudag. Lokatónleikar hátíðarinnar eru tvennir, þeir fyrri hófust í dag klukkan fimm en þeir seinni verða á sama tíma á morgun í Hallgrímskirkju. Um er að ræða verkið Þýsk sálumessa eftir Jóhannes Brahms en það hefur lengið verið stjórnanda kórsins hugleikið og gengur hann jafnvel svo langt að segja að hann elski það.

„Það er erfitt að lýsa því. Það er í einu orði stórkostlegt. Allt það fegursta og dýpsta sem maður finnur í tónlist er í þessu verki. Það er merkilegt við þetta verk hvað það er djúpt, hvað er þekkt fyrir mikil átök og hvað þar er milt í sínum boðskap," segir Hörður Áskelsson, organisti og kantor Hallgrímskirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×