Erlent

Hafnar kröfum stjórnarandstöðunnar

Abhisit Vejjajiva ( til vinstri) ræðir við særðan lögreglumann á sjúkrahúsi í höfuðborginni í dag. Mynd/AP
Abhisit Vejjajiva ( til vinstri) ræðir við særðan lögreglumann á sjúkrahúsi í höfuðborginni í dag. Mynd/AP
Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, segist harma dauða rúmlega 20 mótmælenda og lögreglumanna sem létu lífið í gær. Hann hafnar þó alfarið kröfum stjórnarandstöðunnar og segist ekki ætla að víkja sem forseti.

21 maður féll og tæplega 900 særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Bangkok höfuðborg Tælands í gær. Að minnsta kosti fjórir af þeim eru lögreglumenn. Þetta eru verstu pólitísku átök í landinu í 20 ár, en mótmælendur hafa staðið fyrir aðgerðum í mánuð. Þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi.

Þessu hafnar Vejjajiva og bendir á að undanförnum dögum hafi hann rætt tvívegis við leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hún verði að setja fram raunhæfar kröfur. Hann ætli að sitja áfram sem forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×