Erlent

Hvetur talibana til að leggja niður vopn

Mynd/AFP
Hamid Karzai, forseti Afganistans, hvetur talibana til að leggja niður vopn. Hann fullyrðir að erlent herlið færri ekki úr landinu fyrr en þeir geri það. Þetta kom fram í máli forsetans sem heimsótti norðurhluta Afganistans í dag.

Karzai vill friðmælast við talibana og koma til móts við þá að einhverju leyti með samningum. Ríkisstjórn Afganistans hefur lengi boðið talibönum vernd, land og vinnu ef þeir sneru frá villu síns vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×