Erlent

Tuttugu látnir í Bangkok og meira en 800 særðir

Að minnsta kosti fjórir af þeim 20 sem létust eru lögreglumenn.
Að minnsta kosti fjórir af þeim 20 sem létust eru lögreglumenn. Mynd/AP

Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir átök mótmælenda við herinn í Tælandi og meira en 800 liggja slasaðir.

Hörðustu átökin urðu í gærkvöldi þegar lögreglan og herinn reyndi að ná aftur svæði sem mótmælendur höfðu tekið á sitt vald í höfuðborginni Bangkok. Hermenn skutu þá táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum, sem svöruðu með því að kasta molotovkokteilum.

Að minnsta kosti fjórir af þeim 20 sem létust eru lögreglumenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×