Erlent

Krefast rannsóknar á námuslysinu

Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, krefst þess að fram fari opinber rannsókn á orsökum kolanámuslyssins í Vestur-Virginíu fyrir tæpri viku þegar 29 starfsmenn létust í kjölfar sprengingar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Obama segir mikilvægt að fram fari ítarleg rannsókn svo að koma megi í veg fyrir samskonar slys í framtíðinni.

Slysið er mannskæðasta námuslys Bandaríkjanna síðan 1970 þegar 39 létust í Hayden í Kentucky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×