Erlent

Minntust látinna í Bangkok

Frá höfuðborginni í dag. Mynd/AP
Frá höfuðborginni í dag. Mynd/AP
21 maður féll og tæplega 900 særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Bangkok höfuðborg Tælands í gær. Þetta eru verstu pólitísku átök í landinu í 20 ár, en mótmælendur hafa staðið fyrir aðgerðum í mánuð. Þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi.

Minningarathöfn var haldinn í höfuðborginni í dag um þá mótmælendur sem létust í átökunum. Að minnsta kosti fjórir af þeim sem létust eru lögreglumenn.

Skothylki, blóðpollar og skemmd farartæki frá hernum eru á víð og dreif um fjölfarnar ferðamannagötur í miðborg Bangkok. Fjöldi ríkja hefur varað þegna sína við því að ferðast til Tælands, en ferðaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins.

Heldur rólegra er í borginni í dag en mótmælendur hafast við í lokuðum búðum og neita að ræða samkomulag við stjórnvöld. Þar hafa þeir safnað saman vopnum sem þeir hafa tekið af hermönnum í átökum við þá.


Tengdar fréttir

Blóðug átök í Bangkok

Að minnsta kosti ellefu féllu og yfir 500 særðust í hörðum átökum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu. Fyrr í vikunni lýsti forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva yfir neyðarástandi í höfuðborginni. Átökin í dag voru þau blóðugustu til þessa.

Neyðarástandi lýst yfir í Tælandi

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×