Innlent

Björgunarsveitarmenn á leið til baka - pikkuðu upp fólk á gangi

Björgunarsveitarmenn eru á leið til baka með tvo erlenda ferðamenn sem höfðu verið veðurtepptir í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Veður hefur verið afar slæmt á þessu svæði síðust daga.

Ferð björgunarsveitarmanna gekk hægt en farið var á tveimur bílum. Á leiðinni að skálanum fyrr í dag rákust þeir á tvo gangandi ferðamenn og snéri annar bílinn við og fór með ferðamennina til byggða, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli.

Ekkert amaði að erlendu ferðamönnum sem dvalið hafa í Baldvinsskála undanfarna daga heilsast þeim vel, að sögn lögreglu.






Tengdar fréttir

Föst í skála á Fimmvörðuhálsi

Erlent ferðafólk hefur verið veðurteppt í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir veður snælduvitlaust á svæðinu og varar fólk eindregið við því að vera á ferð.

Björgunarsveitarmenn ekki komnir í Baldvinsskála

Björgunarsveitarmenn eru ekki komnir að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en þar er erlent ferðafólk veðurteppt. Fólkið lagði af stað að gosinu í góðu veðri fyrir um þremur dögum, á leiðinni hreppti það mikið óveður og leitaði það skjóls í skálanum. Færðin er slæm og er því talið að það muni reynast þrautinni þyngri fyrir björgunarsveitarmenn að komast til þeirra, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×