Erlent

Öflugur jarðskjálfti við Salómonseyjar

Öflugur jarðskjálfti reið yfir skammt frá Salómonseyjum í Kyrrahafi í morgun. Skjálftinn var að stærðinni 7,1. Upptök hans voru tæplega hundrað kílómetra suðvestan af eyjunum. Hann var á 52 kílómetra dýpi. Ekki er búist við því að fljóðbylgja fylgi í kjölfarið.

Salómonseyjar eru norðaustan af Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×