Fleiri fréttir Flestir Álftnesingar vilja sameinast öðru sveitarfélagi Samhliða Icesave-kosningunni voru Álftnesingar spurður út í afstöðu sína til þess hvort sameina eigi Álftanes öðru sveitarfélagi. Tæp 64 prósent íbúa tóku þátt og voru 75,7 prósent þeirra hlynntir því að Álftanes sameinist öðru sveitarfélagi. 17,7 prósent voru á móti og fimm prósent sögðust hlutlausir. 9.3.2010 16:35 Eins og Spánverjar á svelli Íbúar í Barcelóna vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir komu út í morgun. Borgin var alhvít eftir mestu snjókomu í aldarfjórðung. 9.3.2010 16:18 Vilja funda um Icesave hér á landi Á fundi leiðtoga stjórnmálaflokkanna um stöðuna í Icesave-málinu sem fram fór í Alþingishúsinu í hádeginu var lagt til að frekari fundarhöld í málinu fari fram hér á landi. Hingað til hafa samninganefndirnar fundað í London. 9.3.2010 16:15 Íslendingar hafa vel efni á að borga Icesave Hollenski fjármálaráðherrann Jan Kees de Jager segir enga spurningu um að Íslendingar muni borga Icesave-skuldina. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við de Jager á hollenskri sjónvarpsstöð. Ráðherrann segir ekki í umræðunni að Íslendingar borgi ekki, enda hafi þeir vel efni á því að standa skil á skuldinni. 9.3.2010 15:53 Samkynhneigðir ganga ekki í hjónaband -Danmörk Kirkjumálaráðherra Danmerkur íhugar að láta kirkjunni eftir að setja ramma um skráða sambúð fólksins í landinu. 9.3.2010 15:25 Ræddu við Buchheit Leiðtogar stjórnar og stjórnarandstöðu funduðu í dag Stjórnarráðshúsinu þar sem farið var yfir stöðu mála með Lee Buchheit formanni samninganefndarinnar í Icesave málinu. Stefnt er að því að halda fundum við Breta og Hollendinga áfram en engin dagsetning mun vera komin á hvenær hægt verði að halda áfram. 9.3.2010 14:53 Ætluðu að myrða Múhameðs teiknara Sjö múslimar hafa verið handteknir í Írska lýðveldinu sakaðir um að hafa ætlað að myrða sænska myndlistarmanninn Lars Vilks. 9.3.2010 14:27 Lögreglumenn mótmæla í Borgartúni Lögreglumenn hafa fjölmennt að Borgartúni 21, húsnæði Ríkissáttasemjara, til þess að mótmæla bágum kjörum sínum. 9.3.2010 13:54 Danskir húseigendur á hausnum Að minnsta kosti 150 þúsund danskir húseigendur eru tæknilega gjaldþrota á þann hátt að þeir skulda meira í húsum sínum en fæst fyrir þau. Hljómar kunnuglega. 9.3.2010 13:47 Þjóðverjar kalla Andra Snæ finnskan spennusagnahöfund „Ég skrifaði útgefandanum og bað hann um að kanna þetta," segir Andri Snær Magnason, rithöfundur og þjóðfélagsrýnir, en hann tekur þátt í bókamessunni í Leipzig. 9.3.2010 13:43 Dældu eldsneyti frá varðskipi yfir í þyrlu - myndir Nýverið var þyrlueldsneyti í fyrsta sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar meðan hún var á lofti yfir íslensku varðskipi. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að slíkt sé afar mikilvægt að geta gert þegar verið er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku. 9.3.2010 13:32 Verðlækkun á kókaíni og kannabisefnum Nokkur verðlækkun hefur orðið á kókaíni og kannabisefnum síðustu mánuði ef marka má lista sem SÁÁ birtir mánaðarlega. Í febrúar kostaði gramm af kókaíni 12.420 krónur en í janúar var gangverðið 14.270. 9.3.2010 13:08 Blessuð blíðan „Það er blessuð blíðan,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvaða líkur séu á því að nýtt samkomulag náist milli stjórnar og stjórnarandstöðunnar um næstu skref í Icesave málinu rétt áður en fundur flokksleiðtoganna hófst í hádeginu. 9.3.2010 12:41 Ósátt við lög í Litháen sem varða réttindi samkynhneigðra Þingmaður Samfylkingarinnar vill að Alþingi Íslendinga lýsi vanþóknun á nýsamþykktum lögum litháíska þingsins sem banna upplýsingagjöf um réttindi samkynhneigðra. 9.3.2010 12:28 Ástarlíf blómstrar í fiskasafninu í Eyjum Ástarlíf blómstrar nú í fiskasafninu í Vestmannaeyjum af engu minni krafti en á góðri þjóðhátíð í Herjólfsdal. 9.3.2010 12:20 Höfuðpaurarnir í mansalsmálinu ganga lausir Upplýsingar og gögn sem lögreglan á Suðurnesjum aflaði sér við rannsókn mansalsmálsins svokallaða gætu nýst til að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu mansalið og sendur fórnarlambið til Íslands en þeir ganga enn lausir. 9.3.2010 12:04 Fyrsta stóra útboð í vegagerð í heilt ár Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar við Sandskeið. Þetta er fyrsta stóra útboðið í vegagerð hérlendis í nærri heilt ár. Boðinn er út 6,5 kílómetra kafli milli Lögbergsbrekku og Litlu Kaffistofunnar og verða tilboð opnuð þann 20. apríl. 9.3.2010 12:02 Funda með samninganefndinni Forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu setjast á fund nú í hádeginu, ásamt íslensku Icesave samninganefndinni. Þar á að fara yfir stöðu mála eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. Enn fremur á að reyna að ná nýju samkomulagi um samningsmarkmið og nýjar viðræður við Breta og Hollendinga. 9.3.2010 11:52 Tóbaksrisi vísar til Íslands Tóbaksrisinn Philip Morris hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna þess að þar var um síðustu áramót bannað að hafa tóbaksvörur sýnilegar í verslunum. 9.3.2010 11:42 30 kílómetra olíuflekkur á Jótlandsströndum Olíuflekkurinn er ekki nema um tveggja metra breiður en þó eru í honum pollar sem eru um tíu metrar í þvermál. 9.3.2010 11:35 Óþarfa aflimanir í stórum stíl Sænskur skurðlæknir sem er nýkominn heim frá Haítí segir að heilbrigðishjálp sem veitt var eftir jarðskjálftann mikla hafi verið stórgölluð. 9.3.2010 10:54 Starfsmenn borgarinnar segja margar stofnanir undirmannaðar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar krefst þess að viðsemjendur umgangist gerða launasamninga af virðingu og að unnið verði í nánu samráði við starfsmenn og stéttarfélög að finna aðrar leiðir en launaskerðingu og uppsagnir til að hagræða í rekstri. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar félagsins um kjaramál sem haldinn var í gær. 9.3.2010 10:23 Yfirgefinn gúmbátur í höfninni í Bolungarvík Lögreglan á Ísafirði lýsir eftir eiganda að Zodiac gúmbát sem verið hefur í höfninni í Bolungarvík frá því í sumar. Að sögn lögreglunnar dúkkaði báturinn upp í sumar og bjuggust menn við því að eigandinn kæmi að vitja hans. Þetta var á svartfuglsveiðitímabilinu og gengu menn út frá því að um veiðimenn hefði verið að ræða enda voru skot um borð í bátnum. 9.3.2010 10:20 Aukin skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli Skjálftavirknin undir Eyjafjallajökli tók kipp í morgun og mældust 40 til 50 skjálftar á 50 mínútna tímabili til klukkan hálf átta morgun, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 9.3.2010 09:56 Neitaði að fara aftur til Afganistans Breskur hermaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangavist í herfangelsi fyrir að neita að fara aftur til Afganaistans. 9.3.2010 09:47 Skallaður á Lundanum Karlmaður sem reyndi að stilla til friðar á veitingastaðnum Lundanum í Vestmanneyjum aðfaranótt laugardag var skallaður í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 9.3.2010 09:17 Haldið á lífi svo hægt sé að taka hann af lífi Læknar í Ohio í Bandaríkjunum leggja sig nú fram við að halda lífi í 43 ára gömlum dauðadæmdum fanga, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum nokkrum klukkustundum áður en yfirvöld hugðust taka hann af lífi með eitursprautu, til fullnustu dómsins. 9.3.2010 08:52 Stækkunarstjóri ESB: Ekki skemma fyrir Íslendingum Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hvetur Hollendinga og Breta til að koma ekki í veg fyrir og leyfa aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu að hefjast fyrir alvöru. Þetta kom fram í máli Fule á fundi með utanríkismálanefnd Evrópuþingsins í Strassborg í gær, að fram kemur á vef Business Week. 9.3.2010 08:37 Verkfall flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í fyrramálið Samningaviðræðum fulltrúa flugumferðarstjóra við vinnuveitendur verður haldið áfram hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu fyrir hádegi. Ef ekki næst samkomulag hefst verkfall flugumferðarstjóra klukkan sjö í fyrramálið með tilheyrandi truflun á flugi. 9.3.2010 08:05 Interpol lýsir eftir fleirum vegna morðsins í Dubai Enn berast fréttir af morði á einum af leiðtogum palestínsku Hamas hreyfingarinnar í Dubai í janúar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir 16 mönnum til viðbótar vegna morðsins. 9.3.2010 07:56 Fiskflutningabíl valt - ökumaðurinn slapp með skrámur Ökumaður á stórum fiskflutningabíl með tengivagni, slapp með skrámur þegar vindhviða feykti vagninum á hliðina út fyrir veg og dró bílinn með sér, skammt fyrir austan Ólafsvík á sjötta tímanum í morgun. 9.3.2010 07:52 Sendi Jackie vikulega bréf eftir morðið á JFK Mánuðina eftir morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta fyrir 47 árum barst ekkjunni Jacqueline 1,5 milljón bréfa sem innihéldu samúðarkveðjur almennings í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru á þriðja tug bréfa frá 11 ára stúlku í Texas sem skrifaði forsetafrúnni fyrrverandi vikulega bréf í hálft ár eftir morðið. 9.3.2010 07:50 Yfir 200 strandveiðibátar sektaðir Fiskistofa hefur lagt gjald á 224 strandveiðibáta af þeim hátt í 600, sem stunduðu strandveiðar í fyrrasumar, vegna þess að þeir komu með of mikinn afla að landi. Gjaldið nemur andvirði umframaflans. 9.3.2010 07:46 58 fórust í sjálftanum í Tyrklandi Talið er að 58 hafi farist í jarðskjálftanum sem varð í austurhluta Tyrklands snemma í gærmorgun. Íbúar á svæðinu voru flestir í fastasvefni. Skjálftinn mældist sex stig á Richter og lagði fjölmörg hús og bænaturna í rúst. Tugir voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið bjargað úr rústum. 9.3.2010 07:43 Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni ef engin raunhæf úrræði koma fram á næstu vikum, segir meðal annars í ályktun miðstjórnar Samiðnar, sem samþykkt var á fundi hennar í gær. 9.3.2010 06:57 Biden ræðir við Palestínumenn og Ísraela Varaforseti Bandaríkjanna er kominn til Ísraels en þar hyggst hann gera hvað hann getur til að fá Ísraela og Palestínumenn til að setjast á nýjan leik við samningaborðið. 9.3.2010 06:53 Líkamsleifar fyrrum forseta Kýpur fundnar Talið er að líkamsleifar sem lögreglan á Kýpur fann í grafreit í Nícosíu á sunnudag séu af Tassos Papadopoulos, fyrrverandi forseta landsins, sem var rænt í desember á síðasta ári. Ekki er vitað hvað ræningjunum gekk til en málið vakti hörð viðbrögð meðal almennings á Kýpur. 9.3.2010 06:45 Jón vill allan afla á land „Það er mín skoðun að koma eigi með allan afla að landi. Þetta snýr að siðlegri umgengni okkar við sjávarauðlindina og séu á því gerðar undantekningar, þá séu þær vel ígrundaðar,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilefnið er niðurstaða nýrrar skýrslu Matís um nýtingu sjávarafla, en nýting frystiskipa er talsvert lakari en landvinnslunnar. 9.3.2010 06:45 Ekki útséð um niðurskurð hjá Stígamótum Nýjum málum fækkaði um 15 prósent árið 2009 hjá Stígamótum í fyrra, samkvæmt ársskýrslu. Efnahagsástandið kann að hafa áhrif. Dómstólar leggja of mikla áherslu á líkamlega áverka í nauðgunarmálum, segir talskona Stígamóta. 9.3.2010 06:00 Gleymdu að fá leyfi í friðlandi „Þetta var einfaldlega yfirsjón af okkar hálfu,“ segir Magnús Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvesturlandi, um framkvæmdir án leyfis í friðlandi í Vatnsfirði. 9.3.2010 06:00 Konur boða verkfall í þriðja sinn Mánudaginn 25. október hefur kvennahreyfingin öll boðað til endurtekningar á kvennafríi. „Þetta verður hápunkturinn á afmælishátíð okkar,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þegar hún upplýsti um fyrirætlanina á kynningu á ársskýrslu Stígamóta. 9.3.2010 06:00 Óskilalampar til Ríkiskaupa Þeir gróðurhúsalampar sem lögregla hefur lagt hald á þegar kannabisræktanir eru stöðvaðar fara til Ríkiskaupa, eftir að hafa verið gerðir upptækir með dómi. Þar eru þeir seldir eins og aðrir óskilamunir. Andvirðið rennur í ríkissjóð. 9.3.2010 06:00 Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. 9.3.2010 06:00 Ungt fólk fari ekki í ljósabekki Landlæknisembættið hefur hafið átak þar sem fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra er bent á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. 9.3.2010 06:00 Kemst á skrið í þessum mánuði Öreindahraðall kjarneindarannsóknarstöðvarinnar CERN í Sviss verður kominn á fullt skrið síðar í þessum mánuði og búist er við mikilvægum vísindalegum nýjungum á árinu. 9.3.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Flestir Álftnesingar vilja sameinast öðru sveitarfélagi Samhliða Icesave-kosningunni voru Álftnesingar spurður út í afstöðu sína til þess hvort sameina eigi Álftanes öðru sveitarfélagi. Tæp 64 prósent íbúa tóku þátt og voru 75,7 prósent þeirra hlynntir því að Álftanes sameinist öðru sveitarfélagi. 17,7 prósent voru á móti og fimm prósent sögðust hlutlausir. 9.3.2010 16:35
Eins og Spánverjar á svelli Íbúar í Barcelóna vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir komu út í morgun. Borgin var alhvít eftir mestu snjókomu í aldarfjórðung. 9.3.2010 16:18
Vilja funda um Icesave hér á landi Á fundi leiðtoga stjórnmálaflokkanna um stöðuna í Icesave-málinu sem fram fór í Alþingishúsinu í hádeginu var lagt til að frekari fundarhöld í málinu fari fram hér á landi. Hingað til hafa samninganefndirnar fundað í London. 9.3.2010 16:15
Íslendingar hafa vel efni á að borga Icesave Hollenski fjármálaráðherrann Jan Kees de Jager segir enga spurningu um að Íslendingar muni borga Icesave-skuldina. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við de Jager á hollenskri sjónvarpsstöð. Ráðherrann segir ekki í umræðunni að Íslendingar borgi ekki, enda hafi þeir vel efni á því að standa skil á skuldinni. 9.3.2010 15:53
Samkynhneigðir ganga ekki í hjónaband -Danmörk Kirkjumálaráðherra Danmerkur íhugar að láta kirkjunni eftir að setja ramma um skráða sambúð fólksins í landinu. 9.3.2010 15:25
Ræddu við Buchheit Leiðtogar stjórnar og stjórnarandstöðu funduðu í dag Stjórnarráðshúsinu þar sem farið var yfir stöðu mála með Lee Buchheit formanni samninganefndarinnar í Icesave málinu. Stefnt er að því að halda fundum við Breta og Hollendinga áfram en engin dagsetning mun vera komin á hvenær hægt verði að halda áfram. 9.3.2010 14:53
Ætluðu að myrða Múhameðs teiknara Sjö múslimar hafa verið handteknir í Írska lýðveldinu sakaðir um að hafa ætlað að myrða sænska myndlistarmanninn Lars Vilks. 9.3.2010 14:27
Lögreglumenn mótmæla í Borgartúni Lögreglumenn hafa fjölmennt að Borgartúni 21, húsnæði Ríkissáttasemjara, til þess að mótmæla bágum kjörum sínum. 9.3.2010 13:54
Danskir húseigendur á hausnum Að minnsta kosti 150 þúsund danskir húseigendur eru tæknilega gjaldþrota á þann hátt að þeir skulda meira í húsum sínum en fæst fyrir þau. Hljómar kunnuglega. 9.3.2010 13:47
Þjóðverjar kalla Andra Snæ finnskan spennusagnahöfund „Ég skrifaði útgefandanum og bað hann um að kanna þetta," segir Andri Snær Magnason, rithöfundur og þjóðfélagsrýnir, en hann tekur þátt í bókamessunni í Leipzig. 9.3.2010 13:43
Dældu eldsneyti frá varðskipi yfir í þyrlu - myndir Nýverið var þyrlueldsneyti í fyrsta sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar meðan hún var á lofti yfir íslensku varðskipi. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að slíkt sé afar mikilvægt að geta gert þegar verið er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku. 9.3.2010 13:32
Verðlækkun á kókaíni og kannabisefnum Nokkur verðlækkun hefur orðið á kókaíni og kannabisefnum síðustu mánuði ef marka má lista sem SÁÁ birtir mánaðarlega. Í febrúar kostaði gramm af kókaíni 12.420 krónur en í janúar var gangverðið 14.270. 9.3.2010 13:08
Blessuð blíðan „Það er blessuð blíðan,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvaða líkur séu á því að nýtt samkomulag náist milli stjórnar og stjórnarandstöðunnar um næstu skref í Icesave málinu rétt áður en fundur flokksleiðtoganna hófst í hádeginu. 9.3.2010 12:41
Ósátt við lög í Litháen sem varða réttindi samkynhneigðra Þingmaður Samfylkingarinnar vill að Alþingi Íslendinga lýsi vanþóknun á nýsamþykktum lögum litháíska þingsins sem banna upplýsingagjöf um réttindi samkynhneigðra. 9.3.2010 12:28
Ástarlíf blómstrar í fiskasafninu í Eyjum Ástarlíf blómstrar nú í fiskasafninu í Vestmannaeyjum af engu minni krafti en á góðri þjóðhátíð í Herjólfsdal. 9.3.2010 12:20
Höfuðpaurarnir í mansalsmálinu ganga lausir Upplýsingar og gögn sem lögreglan á Suðurnesjum aflaði sér við rannsókn mansalsmálsins svokallaða gætu nýst til að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu mansalið og sendur fórnarlambið til Íslands en þeir ganga enn lausir. 9.3.2010 12:04
Fyrsta stóra útboð í vegagerð í heilt ár Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar við Sandskeið. Þetta er fyrsta stóra útboðið í vegagerð hérlendis í nærri heilt ár. Boðinn er út 6,5 kílómetra kafli milli Lögbergsbrekku og Litlu Kaffistofunnar og verða tilboð opnuð þann 20. apríl. 9.3.2010 12:02
Funda með samninganefndinni Forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu setjast á fund nú í hádeginu, ásamt íslensku Icesave samninganefndinni. Þar á að fara yfir stöðu mála eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. Enn fremur á að reyna að ná nýju samkomulagi um samningsmarkmið og nýjar viðræður við Breta og Hollendinga. 9.3.2010 11:52
Tóbaksrisi vísar til Íslands Tóbaksrisinn Philip Morris hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna þess að þar var um síðustu áramót bannað að hafa tóbaksvörur sýnilegar í verslunum. 9.3.2010 11:42
30 kílómetra olíuflekkur á Jótlandsströndum Olíuflekkurinn er ekki nema um tveggja metra breiður en þó eru í honum pollar sem eru um tíu metrar í þvermál. 9.3.2010 11:35
Óþarfa aflimanir í stórum stíl Sænskur skurðlæknir sem er nýkominn heim frá Haítí segir að heilbrigðishjálp sem veitt var eftir jarðskjálftann mikla hafi verið stórgölluð. 9.3.2010 10:54
Starfsmenn borgarinnar segja margar stofnanir undirmannaðar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar krefst þess að viðsemjendur umgangist gerða launasamninga af virðingu og að unnið verði í nánu samráði við starfsmenn og stéttarfélög að finna aðrar leiðir en launaskerðingu og uppsagnir til að hagræða í rekstri. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar félagsins um kjaramál sem haldinn var í gær. 9.3.2010 10:23
Yfirgefinn gúmbátur í höfninni í Bolungarvík Lögreglan á Ísafirði lýsir eftir eiganda að Zodiac gúmbát sem verið hefur í höfninni í Bolungarvík frá því í sumar. Að sögn lögreglunnar dúkkaði báturinn upp í sumar og bjuggust menn við því að eigandinn kæmi að vitja hans. Þetta var á svartfuglsveiðitímabilinu og gengu menn út frá því að um veiðimenn hefði verið að ræða enda voru skot um borð í bátnum. 9.3.2010 10:20
Aukin skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli Skjálftavirknin undir Eyjafjallajökli tók kipp í morgun og mældust 40 til 50 skjálftar á 50 mínútna tímabili til klukkan hálf átta morgun, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 9.3.2010 09:56
Neitaði að fara aftur til Afganistans Breskur hermaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangavist í herfangelsi fyrir að neita að fara aftur til Afganaistans. 9.3.2010 09:47
Skallaður á Lundanum Karlmaður sem reyndi að stilla til friðar á veitingastaðnum Lundanum í Vestmanneyjum aðfaranótt laugardag var skallaður í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 9.3.2010 09:17
Haldið á lífi svo hægt sé að taka hann af lífi Læknar í Ohio í Bandaríkjunum leggja sig nú fram við að halda lífi í 43 ára gömlum dauðadæmdum fanga, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum nokkrum klukkustundum áður en yfirvöld hugðust taka hann af lífi með eitursprautu, til fullnustu dómsins. 9.3.2010 08:52
Stækkunarstjóri ESB: Ekki skemma fyrir Íslendingum Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hvetur Hollendinga og Breta til að koma ekki í veg fyrir og leyfa aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu að hefjast fyrir alvöru. Þetta kom fram í máli Fule á fundi með utanríkismálanefnd Evrópuþingsins í Strassborg í gær, að fram kemur á vef Business Week. 9.3.2010 08:37
Verkfall flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í fyrramálið Samningaviðræðum fulltrúa flugumferðarstjóra við vinnuveitendur verður haldið áfram hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu fyrir hádegi. Ef ekki næst samkomulag hefst verkfall flugumferðarstjóra klukkan sjö í fyrramálið með tilheyrandi truflun á flugi. 9.3.2010 08:05
Interpol lýsir eftir fleirum vegna morðsins í Dubai Enn berast fréttir af morði á einum af leiðtogum palestínsku Hamas hreyfingarinnar í Dubai í janúar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir 16 mönnum til viðbótar vegna morðsins. 9.3.2010 07:56
Fiskflutningabíl valt - ökumaðurinn slapp með skrámur Ökumaður á stórum fiskflutningabíl með tengivagni, slapp með skrámur þegar vindhviða feykti vagninum á hliðina út fyrir veg og dró bílinn með sér, skammt fyrir austan Ólafsvík á sjötta tímanum í morgun. 9.3.2010 07:52
Sendi Jackie vikulega bréf eftir morðið á JFK Mánuðina eftir morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta fyrir 47 árum barst ekkjunni Jacqueline 1,5 milljón bréfa sem innihéldu samúðarkveðjur almennings í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru á þriðja tug bréfa frá 11 ára stúlku í Texas sem skrifaði forsetafrúnni fyrrverandi vikulega bréf í hálft ár eftir morðið. 9.3.2010 07:50
Yfir 200 strandveiðibátar sektaðir Fiskistofa hefur lagt gjald á 224 strandveiðibáta af þeim hátt í 600, sem stunduðu strandveiðar í fyrrasumar, vegna þess að þeir komu með of mikinn afla að landi. Gjaldið nemur andvirði umframaflans. 9.3.2010 07:46
58 fórust í sjálftanum í Tyrklandi Talið er að 58 hafi farist í jarðskjálftanum sem varð í austurhluta Tyrklands snemma í gærmorgun. Íbúar á svæðinu voru flestir í fastasvefni. Skjálftinn mældist sex stig á Richter og lagði fjölmörg hús og bænaturna í rúst. Tugir voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið bjargað úr rústum. 9.3.2010 07:43
Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni Þjóðin stefnir hraðbyri að næsta hruni ef engin raunhæf úrræði koma fram á næstu vikum, segir meðal annars í ályktun miðstjórnar Samiðnar, sem samþykkt var á fundi hennar í gær. 9.3.2010 06:57
Biden ræðir við Palestínumenn og Ísraela Varaforseti Bandaríkjanna er kominn til Ísraels en þar hyggst hann gera hvað hann getur til að fá Ísraela og Palestínumenn til að setjast á nýjan leik við samningaborðið. 9.3.2010 06:53
Líkamsleifar fyrrum forseta Kýpur fundnar Talið er að líkamsleifar sem lögreglan á Kýpur fann í grafreit í Nícosíu á sunnudag séu af Tassos Papadopoulos, fyrrverandi forseta landsins, sem var rænt í desember á síðasta ári. Ekki er vitað hvað ræningjunum gekk til en málið vakti hörð viðbrögð meðal almennings á Kýpur. 9.3.2010 06:45
Jón vill allan afla á land „Það er mín skoðun að koma eigi með allan afla að landi. Þetta snýr að siðlegri umgengni okkar við sjávarauðlindina og séu á því gerðar undantekningar, þá séu þær vel ígrundaðar,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilefnið er niðurstaða nýrrar skýrslu Matís um nýtingu sjávarafla, en nýting frystiskipa er talsvert lakari en landvinnslunnar. 9.3.2010 06:45
Ekki útséð um niðurskurð hjá Stígamótum Nýjum málum fækkaði um 15 prósent árið 2009 hjá Stígamótum í fyrra, samkvæmt ársskýrslu. Efnahagsástandið kann að hafa áhrif. Dómstólar leggja of mikla áherslu á líkamlega áverka í nauðgunarmálum, segir talskona Stígamóta. 9.3.2010 06:00
Gleymdu að fá leyfi í friðlandi „Þetta var einfaldlega yfirsjón af okkar hálfu,“ segir Magnús Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvesturlandi, um framkvæmdir án leyfis í friðlandi í Vatnsfirði. 9.3.2010 06:00
Konur boða verkfall í þriðja sinn Mánudaginn 25. október hefur kvennahreyfingin öll boðað til endurtekningar á kvennafríi. „Þetta verður hápunkturinn á afmælishátíð okkar,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þegar hún upplýsti um fyrirætlanina á kynningu á ársskýrslu Stígamóta. 9.3.2010 06:00
Óskilalampar til Ríkiskaupa Þeir gróðurhúsalampar sem lögregla hefur lagt hald á þegar kannabisræktanir eru stöðvaðar fara til Ríkiskaupa, eftir að hafa verið gerðir upptækir með dómi. Þar eru þeir seldir eins og aðrir óskilamunir. Andvirðið rennur í ríkissjóð. 9.3.2010 06:00
Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. 9.3.2010 06:00
Ungt fólk fari ekki í ljósabekki Landlæknisembættið hefur hafið átak þar sem fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra er bent á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. 9.3.2010 06:00
Kemst á skrið í þessum mánuði Öreindahraðall kjarneindarannsóknarstöðvarinnar CERN í Sviss verður kominn á fullt skrið síðar í þessum mánuði og búist er við mikilvægum vísindalegum nýjungum á árinu. 9.3.2010 06:00