Innlent

Íslendingar hafa vel efni á að borga Icesave

Hollenski fjármálaráðherrann Jan Kees de Jager segir enga spurningu um að Íslendingar muni borga Icesave-skuldina. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við de Jager á hollenskri sjónvarpsstöð. Ráðherrann segir ekki í umræðunni að Íslendingar borgi ekki, enda hafi þeir vel efni á því að standa skil á skuldinni.

Frederick Reinfeldt forsætisráðherra Svía tekur í svipaðan streng og segir ljóst að Íslendingar verði að virða skuldbindingar sínar. Í samtali við TT fréttastofuna sagðist Reinfeldt skilja pirring Íslendinga vegna málsins en ítrekaði að alþjóðlegar skuldbindingar verði að virða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×