Innlent

Verkfall flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í fyrramálið

Mynd/Teitur Jónasson
Samningaviðræðum fulltrúa flugumferðarstjóra við vinnuveitendur verður haldið áfram hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu fyrir hádegi. Ef ekki næst samkomulag hefst verkfall flugumferðarstjóra klukkan sjö í fyrramálið með tilheyrandi truflun á flugi.

Deila flugvirkja við vinnuveitendur er líka hjá ríkissáttasemjara og hefst næsti samningafundur í henni klukkan eitt í dag. Flugvirkjar haf boðað til verkfalls 22. þessa mánaðar, ef ekki hefur samist fyrir þann tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×