Innlent

Aukin skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli

Skjálftavirknin undir Eyjafjallajökli tók kipp í morgun og mældust 40 til 50 skjálftar á 50 mínútna tímabili til klukkan hálf átta morgun, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Í hviðunni náðu nokkrir skjálftar stærðinni 2 og yfir. Stærsti skjálftinn varð síðan í kjölfarið klukkan 08:12, hann var af stærðinni 2,4.

Skjálftarnir mældust á 7 til 12 kílómetra dýpi, norðaustur undir toppgígnum

Smáskjálftavirknin virðist nú vera að færast í fyrra horf líkt og hún var í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×