Fleiri fréttir

Hangir óviljugur á myndatöflu

Starfsmaður ónefnds stórfyrirtækis í Garðabæ þarf að sætta sig við að hengd sé ljósmynd af honum á upplýsingatöflu í fyrirtækinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Átök ef krónan styrkist ekki

„Við munum ekkert líða það að ákveðinn geiri hérna moki til sín hagnaði, það mun enginn sæta því,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, þegar hagspá sambandsins var kynnt á dögunum. Í spánni er gert ráð fyrir lítilli styrkingu á krónunni til ársloka.

FÍB gefur félögum festubana

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gefur félagsmönnum „festubana“ á meðan birgðir endast. Öðrum býðst að kaupa gripinn á þúsund krónur. „Gamall og góður félagsmaður í FÍB sem kominn er á eftirlaun hefur fært félaginu að gjöf mjög gott kanadískt hjálpartæki fyrir bíleigendur til að bjarga sér úr festum í snjó og hálku,“ segir á vef FÍB, en félagsmaðurinn gjafmildi flutti hjálpartækið áður inn. „Og þegar hann flutti á dögunum í nýtt húsnæði, gaf hann FÍB þær umframbirgðir af þessu ágæta hjálpartæki sem hann átti enn í bílskúrnum sínum.“

Álversstækkun í Straumsvík óviss þótt íbúar samþykki

„Það myndi hjálpa okkur ef bæjar-yfirvöld myndu lýsa yfir stuðningi við málið,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, um orð Rannveigar Rist, forstjóra fyrirtækisins, í bréfi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.

Hélt að byssan væri Nintendo-fjarstýring

Þriggja ára gömul stúlka lést á sjúkrahúsi í Nashville í Bandaríkjunum í gær af skotsári sem hún hlaut á heimili sínu í fyrrakvöld. Móðir stúlkunnar fullyrðir að dóttir sín hafi haldið að hlaðin skammbyssa væri fjarstýring fyrir Nintendo Wii leikjatölvu. Skot hljóp úr byssunni og hafnaði í maga stúlkunnar sem dró hana síðar til dauða.

Facebook morðingi dæmdur í 35 ára fangelsi

Dæmdur nauðgari í Bretlandi sem þóttist vera unglingur og ginnti þannig til sín unga stúlku á Facebook samskiptasíðunni hefur verið dæmdur í 35 ára langt fangelsi fyrir að nauðga stúlkunni og myrða hana.

Vilja ekki Lada bifreiðar

Danir eru hættir að vilja Lada bifreiðar. Í tvö ár hefur ekki verið skráð ein ný Lada í Danmörku. Umboðsaðili bílanna í Kolding, Nic Christiansen, hefur því ákveðið að hætta innflutningi þeirra, segir danska blaðið Politiken.

Kalkþörungavinnsla undirbúin við Húnaflóa

Franskt fyrirtæki hefur fengið leyfi til tilraunadælingar á kalkþörungum úr Hrútafirði og Miðfirði. Húnvetningar vonast til að verkefnið leiði til þess allt að tuttugu manna iðnfyrirtækið byggist upp í héraðinu.

Erlendar listakonur hópast á Skagaströnd

Mannlífið á Skagaströnd hefur tekið stakkaskiptum eftir að útlendar listakonur tóku að hópast þangað tugum saman til langdvalar. Líf og fjör hefur færst í Kántríbæ.

Ömurleg saga litháísku stúlkunnar

Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal.

Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum.

Ríkisstjórnin hefur stórskaðað trúverðugleika landsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins gagnrýndi harðlega á þingi í dag það sem hann kallar útúrsnúninga og spuna ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Hann segir að Íslendingar hafi í atkvæðagreiðslu sýnt eindreginn vilja sinn í málinu en samt sem áður leyfi menn sér að snúa út úr.

Steingrímur: Margar og langar brekkur eftir

Steingrímur J. Sigfússon talaði í dag við fjármálaráðherra Hollands og við formann íslensku samninganefndarinnar um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór á laugardag. Hann segist vonast til þess að hægt verði að halda viðræðum áfram á allra næstu dögum. Þetta kom meðal annars fram í máli Steingríms þegar þingmenn ræddu niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Jóhanna: Ekki vantraust á ríkisstjórnina

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir fráleitt að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem vantraust á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson: Ríkisstjórnin stendur á brauðfótum

Ríkisstjórnin hefur brugðist fólkinu í landinu og er rúin trausti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Hann sagði sjálfstæðismenn tilbúna í alþingiskosningar strax eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor.

Litháar fengu fimm ára dóm

Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú.

Litháar sakfelldir í mansalsmáli

Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur.

Hundruð þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum

Fjölmennustu skipulögðu mótmæli bandarískra námsmanna um margra ára skeið voru haldin fyrir helgi. Þá mótmæltu hundruð þúsunda námsmanna og kennara víða í Bandaríkjunum, niðurskurði í opinbera skólakerfinu. Mótmælt var í yfir þrjátíu fylkjum Bandaríkjanna.

Verstu tíu löndin fyrir konur að búa í

Alþjóðasamtökin Care hafa tekið saman lista yfir þau 10 lönd sem verst er fyrir konur að búa í. Það kemur varla á óvart að Afganistan er efst á þeim lista.

Fórnarlömbum nauðgana meinaður aðgangur að réttlæti

Fórnarlömbum nauðgana og annars kynferðisofbeldis er um allan heim meinaður aðgangur að réttlæti vegna kynbundins mismununar og hugmynda um kynhegðun fórnarlamba nauðgana. Þetta kemur fram í skýrslum sem samtökin Amnesty International birtu í dag.

Fundu dóp við húsleit

Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í austurborginni á föstudag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um hafi verið að ræða um 300 grömm af amfetamíni og ámóta magn af marijúana, auk kannabisplantna. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu. Sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu að því er segir í tilkynningunni.

Hlakka til heimferðar frá Írak

Æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna í Írak segir að með þingkosningunum þar í landi um helgina hafi verið stigið stórt skref í brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak.

Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn komu til Íslands

Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn frá um 50 fjölmiðlum komu til Íslands til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í vikunni 1.-7. mars. Fjölmiðlafólkið kom einkum frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Hollandi, en einnig frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Ítalíu, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína.

Óvissustigi ekki aflétt

Þónokkur jarðskjálftavirkni er enn undir Eyjafjallajökli en allir skjálftarnir hafa verið vel innan við tvo á Richter. Óvissustigi hefur ekki verið aflétt.

Steingrímur endurskoði vinnubrögð gagnvart þingflokki VG

Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave áfellisdóm yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í málinu. Formaður Vinstri grænna þurfi einnig að endurskoða vinnubrögð sín gagnvart þingflokknum.

Tæp 60% telja að Íslendingar eigi ekki að borga

Tæp 60% svarenda í skoðanakönnun MMR segja að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Fyrirtækið kannaði afstöðu fólks til þess dagana 3.-5. mars hvort það teldi að Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda vegna Icesave í Bretlandi og Hollandi.

Góð þátttaka í skoðanakönnun um sameiningu

Góð þátttaka var í skoðanakönnun bæjarstjórnar Álftanes á hug íbúa til sameiningar sem haldin var samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave um helgina. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að þátttakan var í samræmi þátttökuna í atkvæðagreiðslunni en endanlegur fjöldi verður kynntur samhliða niðurstöðum skoðanakönnunarinnar á morgun.

Leit afturkölluð

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fyrir stundu kölluð út til að leita að netabát frá Ólafsvík sem hafði hætt að láta vita af sér í gegnum sjálfvirka tilkynningakerfið. Skömmu síðar hafði skipstjórinn samband við Gæsluna og lét vita af sér. Ekkert amaði að um borð og var leitin því afturkölluð.

Litlar líkur á þverpólitískri sátt

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að líkurnar á þverpólitískri samstöðu um Icesave séu ekki miklar. Erfitt verði fyrir stjórnarþingmenn að bera ábyrgð efnahagsmálum þjóðarinnar ef lausn Icesave málsins dregst enn lengur.

Danir á hálum ís

Lögreglan á Jótlandi hefur gefist upp við að telja umferðaróhöppin á þjóðvegi E20 til Esbjerg sem orðið hafa í dag.

Þrír flóttamenn stukku framaf húsi

Þrír flóttamenn frá Kosovo létu lífið í Glasgow í gær eftir fall af svölum fimmtán hæða íbúðarhúss. Þetta voru tveir karlmenn og ein kona.

Vitað um eitt tilvik á Íslandi

Landlæknisembættið hefur að undanförnu fengið fjölmargar fyrirspurnir vegna arfgengs efnaskiptasjúkdóms í Færeyjum. Talið er að um það bil einn af hverjum 1000 Færeyingum fái sjúkdóminn CTD (e. Carnitine Transporter Defect). Annars staðar er hann mun sjaldgæfari og aðeins er vitað um eitt tilvik á Íslandi, að fram kemur á vef Landlæknis. Frá árinu 2008 eru nýfædd börn hér á landi skimuð fyrir sjúkdómnum.

Líf fékk eldsneyti á flugi yfir Ægi

Þyrlueldsneyti var í fyrst sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á meðan hún var á lofti yfir varðskipinu Ægi fyrir helgi. Slíkt er afar mikilvægt að geta gert þegar Gæslan er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku, að fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Þar segir að æfingin hafi gengið vel.Við áfyllinguna var notaður sérstakur búnaðar um borð í varðskipinu en þar geta verið allt að 2500 lítrar af eldsneyti.

Átta gefa kost á sér á Akranesi

Um helgina rann út framboðsfrestur til prófkjörs Samfylkingarinnar á Akranesi. Það er því orðið ljóst hverjir það verða sem sækjast eftir fyrstu þremur sætum á listanum fyrir kosningarnar í vor. Kosið verður um fyrstu þrjú sætin í prófkjöri laugardaginn 20. mars, en sæti um 4.-9. sæti á sérstökum kjörfundi að því loknu.

Harður jarðskjálfti í Tyrklandi

Á sjötta tug eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærðinni sex á Richter reið yfir í Tyrklandi í nótt. Búist er við að tala látinna fari hækkandi. Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans Recep Tayyip Erdoga að skjálftinn átti upptök sín í Elazig héraði sem er í austurhluta landsins. Öflugir eftirskjálftar hafa orðið undanfarnar klukkustundir.

Morðingi James litla var með barnaklám

Ástæðan fyrir því að Jon Venables, annar þeirra sem myrti James litla Bulger, árið 1993 var handtekinn í lok febrúar þegar hann braut skilorð voru ásakanir um vörslu barnakláms. Breskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær en yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta af hverju Venables var handtekinn.

Skipulagði morð á tveimur börnum

Þrjátíu og tveggja ára gamall bandarískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt morð á tveimur börnum sem er hann talinn hafa misnotað kynferðislega. Maðurinn sem hefur að undanförnu setið í varðhaldi í Chicago bauð öðrum manni tæplega 15 þúsund dollara, eða tæpar tvær milljónir króna, fyrir að drepa börnin og foreldra þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir