Fleiri fréttir

Ekki kunnugt um sérréttindi ráðherra

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að sér hafi ekki verð kunnugt að ríkið kaupi ótekið orlof af ráðherrum líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur eðlilegt að farið verði yfir málið.

Erlendir aðilar aðstoðuðu árásarmennina

Nuri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fullyrðir að árásarmennirnir sem bera ábyrgð á sprengjuárásunum í Bagdad í gærmorgun hafa notið aðstoðar frá aðilum utan Íraks. Talsmaður íraska hersins sagði aftur á móti í gær árásirnar væru runnar undan rifjum Al Kaída og meðlima í Baath-flokknum, sem var stjórnarflokkur Saddams Hussein.

Bindandi samkomulag ólíklegt

Árni Finnsson, formaður Náttúverndarsamtaka Íslands, telur litlar líkur á að bindandi samkomulagi náist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

Ráðherrabílarnir kosta álíka mikið og sjúkraflutningar í Árnessýslu

Bílafloti ríkisstjórnarinnar kostar ríkissjóð álíka mikið og allir sjúkraflutningar í Árnessýslu. Skera þarf niður í sjúkraflutningum í því umdæmi á næsta ári og fækka á sjúkraflutningamönnum um fjórðung. Með því fást 17 milljónir sem duga til að reka tvo ráðherrabíla.

Leynileg sérréttindi ráðherra

Ríkið kaupir ótekið orlof af ráðherrum, en annað gildir um almenning. Formaður BSRB segir óeðlilegt að ráðherrar setji sérreglur um sjálfa sig.

Níu lögreglumenn krefjast skaðabóta af íslenska ríkinu

Níu lögreglumenn krefjast skaðabóta af íslenska ríkinu vegna áverka sem þeir hlutu í mótmælunum og óeirðunum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn vetur. Að minnsta kosti þrír þeirra eru metnir með varanlega örorku.

Siv send í frí vegna fjarveru Helga Hjörvars

Þingflokkur framsóknarmanna tók þá ákvörðun í fyrradag að „para þingmann út“ á móti Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í atkvæðagreiðslunni um Icesave sem fram fór á Alþingi í gær. Það kom í hlut Sivjar Friðleifsdóttur.

Rjóðrinu afhent viðbótarhúsnæði

Velferðarsjóður barna afhenti Rjóðri, endurhæfingar og hvíldarheimili fyrir langveik börn viðbótarhúsnæði í dag sem verður notað til listmeðferðar. Þar er pláss fyrir átta langveik börn hverju sinni en alls nýta um 50 fjölskyldur þjónustu heimilisins.

Fjölbreyttari úrræði mikilvæg

Ungbarnadauði er minni hér en annarsstaðar, einnig áfengisneysla, en íslendingar slá hins vegar öll met í notkun á þunglyndislyfjum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá OECD. Sálfræðingur vill fjölbreyttari úrræði við þunglyndi og kvíða.

Hafa safnað 19 milljónum

Samtökin Bætum brjóst hafa safnað um 19 milljónum króna sem verður varið í kaup á tölvusneiðmyndatæki til að greina krabbameinssýni úr brjósti. Söfnunin hefur staðið yfir frá því í haust og hafa fjölmargir lagt málefninu lið.

Velferðarvaktin ósammála félagsmálaráðherra

Velferðarvaktin sem félagsmálaráðherra skipaði í byrjun árs til að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga varar við áformum ráðherra um að fresta greiðslu fæðingarorlofs um einn mánuð. Með þessu sé alvarlega gengið á rétt barna til samvista með foreldrum sínum á mikilvægum tíma í mótunarskeiði þeirra. Áformin séu sérstaklega alvarleg gagnvart börnum einstæðra mæðra þar sem feðurnir nýta ekki fæðingarorlofið.

Innistæður áfram tryggðar að fullu

Ótti hefur gripið um sig meðal margra sparifjáreigenda eftir að frumvarp um þak á innstæðutryggingum var lagt fram á Alþingi. Sumir hafa tekið út peninga af bankareikningum og aðrir veðja á skuldabréf. Ríkisstjórnin hefur ítrekað yfirlýsingar um að innistæður séu tryggðar að fullu.

Skammgóður vermir

Vinstri græn fagna ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkur um aukagreiðslur til barnafjölskyldna. Fulltrúi flokksins ráðinu telur þó að um skammgóðan vermi sé að ræða.

Barnafjölskyldur fá aukagreiðslur

Tekjulágir foreldrar, sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, fá greiddar 6000 krónur aukalega í desember með hverju barni sem á hjá þeim lögheimili. Tillaga þess efnis var samþykkt í velferðarráði Reykjavíkur í dag.

Rafmagn komið á Vesturbænum

Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að rafmagn er komið aftur á í Vesturbænum. Á fjórða tímanum í dag varð háspennubilun og rafmagnslaust á Mýrargötu Fiskislóð og á hluta hafnarsvæðisins á Grandagarði.

Jóhannes ræddi við rektor vegna Hannesar

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín dóttir hans funduðu saman í Háskóla Íslands í dag. „Já, ég lýsti því yfir þá að ég myndi biðja um fund með rektor,“ segir Jóhannes þegar að hann er spurður hvort fundurinn hafi tengst mynd sem birtist á bloggsvæði Hannesar H Gissurarsonar prófessors sem haldið er úti á Pressunni

Vrúúúúmmmm

Lögreglumönnum í Pennsylvaníu leist ekkert á aksturslagið á Pontiac Grand Am bílnum sem ók framhjá þeim. Þeim sýndist hann fara í svigi eftir götunni.

Rafmagnslaust í Vesturbænum

Fyrir stundu varð háspennubilun og er rafmagnslaust á Mýrargötu Fiskislóð og á hluta hafnarsvæðisins á Grandagarði. Unnið er að viðgerð og vonast er eftir að rafmagn komist á fljótlega.

Hafa upplýst 31 innbrots- og þjófnaðarmál á þremur vikum

Lögreglan á Akureyri hefur upplýst 31 innbrots- og þjófnaðarmál á síðastliðnum þremur vikum. Á meðal þeirra er innbrot sem framið í verslunina í Vaglaskógi í Fnjóskadal í september. Þar voru fjórir drengir á aldrinum 17-19 ára að verki. Í innbrotinu var stolið talsverðu af sælgæti, gosi,

Fimm innbrot tilkynnt í gær og í nótt

Fimm innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tvö fyrirtæki í Breiðholti urðu fyrir barðinu á innbrotsþjófum en einhverju af peningum var stolið úr öðru þeirra.

Innbrotsþjófar höfðu starra á brott með sér

Brotist var inn í gæludýraverslunina Trítlu aðfaranótt sunnudagsins 29. nóvember. Engu var stolið úr versluninni öðru en starra sem var þar til sýnis. Sveinn Svavarsson, sem rekur verslunina, segist hafa gert ýmislegt til þess að endurheimta starran. Hann hafi meðal annars auglýst eftir honum. Það hafi hins vegar engu skilað ennþá.

Vilja dauðadóm fyrir samkynhneigð

Verið er að semja löggjöf í Uganda sem felur í sér dauðadóm við samkynhneigð. Fjölskyldur og vinir samkynhneigðra geta átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að segja ekki til þeirra.

Kona Tigers skelfingu lostin -upptaka

Það hefur nú verið upplýst að ljóshærða konan sem var flutt í sjúkrabíl af heimili Tigers Wood um miðja nótt var tengdamóðir hans Barbro Holmberg.

Sjálfstæðismenn vilja Geir í prófkjör

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, og tengdasonur borgarfulltrúans Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar gæti verið á leiðinni í prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Annaðhvort fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða jafnvel nýtt framboð eftir því sem heimildir fréttastofu herma.

Hæstiréttur efast um hjónavígslu Fischers

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki þurfi að taka dánarbú Bobby Fisher til opinberra skipta. Það voru systursynir Fischers sem lögðu kröfuna fram.

Mikki Jackson á hestbaki

Málverk af Michael Jackson á hestbaki í konunglegum skrúða hefur verið selt fyrir um tuttugu milljónir íslenskra króna. Jackson pantaði sjálfur málverkið, en lést áður en því var lokið.

Flugfreyjur kjósa um verkfallsheimild

Flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands ákváðu í gær að efna til kosningar um verkfallsheimild. Kjörfundur stendur yfir til morguns. Ef verkfallsheimild verður samþykkt er gert ráð fyrir að verkfallið hefjist 2. janúar næstkomandi. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins, snýst kjaradeila flugfreyja um forgangsréttarákvæði í leiguflugi erlendis og starfsaldursákvæði.

Breskar lestar-löggur fá rafbyssur

Lögregluþjónar sem starfa við lestarkerfi þriggja stórborga í Bretlandi verða vopnaðir rafbyssum á þriggja mánaða reynslutímabili. Borgirnar eru Lundúnir, Manchester og Cardiff.

Ákveðið að fjölga í Barnavernd Reykjavíkur

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag samhljóða tillögu um að fjölga stöðugildum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í tillögunni felst að fjölgað verði í Barnavernd um eitt stöðugildi lögfræðings og tvö stöðugildi félagsráðgjafa. Þorleifur Gunnlaugsson lagði tillöguna fram í borgarráði en henni var siðan vísað til Velferðarráðs og var samþykkt þar í dag.

Bjarni: Langsótt tilraun til að koma höggi á mig

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að frétt DV um að hann hafi verið þátttakandi í misheppnuðum fjárfestingum Sjóvár í Makaó sé langsótt tilraun til að koma höggi á hann fyrir að stunda brask.

Vonbrigði að Ögmundur og Lilja fylgi ekki meirihlutanum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir það vera vonbrigði að Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir hafi greitt atkvæði gegn Icesave frumvarpi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Stjórnarþingmenn þurfi stundum að taka óvinsælar ákvarðanir.

Yfir 19 þúsund manns skora á þingmenn vegna SÁÁ

Yfir 19000 manns hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að hafna ráðagerðum um skerðingu á framlögum til áfengis- og fíkniefnameðferðar á vegum SÁÁ. Þetta kemur fram á vef SÁÁ, en þar fer söfnunin fram.

Ómar Valdimarsson til Eþíópíu á vegum Rauða krossins

Ómar Valdimarsson sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt í gærkvöldi til Eþíópíu þar sem hann mun starfa að upplýsingamálum vegna mikilla þurrka sem geisað hafa í landinu og valdið miklum matvælaskorti.

Lögreglumenn á æfingu á Keflavíkurflugvelli

Lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu taka nú þátt í reglubundinni æfingu á Keflavíkurflugvelli. Lögreglubílar á vegum embættisins hafa því verið áberandi á Reykjanesbrautinni í morgun af þessari ástæðu.

Tyggjó sprengdi af neðri kjálkann

Tuttugu og fimm ára gamall nemandi í efnafræði fannst látinn á heimili sínu í borginni Konotop í Úkraínu á sunnudag og var af honum neðri kjálkinn.

Hershöfðingi skotinn til bana í Honduras

Einn helsti andstæðingur eiturlyfjabaróna í Honduras, hershöfðinginn Julian Gonzalez, sem jafnframt er forstöðumaður eftirlitsstofnunar gegn eiturlyfjasmygli í landinu, var skotinn til bana í bíl sínum þar sem hann var á ferð í Tegucigalpa, höfuðborg Honduras, í gær.

Ísbirnir éta hver annan í hungursneyð

Ísbirnir á Norðurpólnum og í nágrenni hans eru farnir að éta hver annan í þeirri hungursneyð sem þeir hafa mátt sæta eftir að ísbráðnun á pólnum varð svo mikil að örðugt fór að verða fyrir birnina að veiða sér seli til matar en á ísbreiðunum náðu þeir helst í seli.

Fiskveiðisamningum ESB og Noregs siglt í strand

Viðræður Norðmanna og Evrópusambandsins um fiskveiðisamning fyrir árið 2010 fóru út um þúfur í gærkvöldi. Að sögn norskra ráðamanna strönduðu viðræðurnar aðallega á rétti Norðmanna til að veiða Makríl í lögsögu ESB. Lisbeth Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs sagðist í gærkvöldi vera mjög vonsvikin yfir tregðu Evrópusambandsins til að komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrir næsta fiskveiðiár.

Innbrot í dekkjaverkstæði - róleg nótt að öðru leyti

Brotist var inn í dekkjaverkstæði í Breiðholti rétt fyrir miðnætti í gær. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hvort þjófarnir hafi haft eitthvað upp úr krafsinu. Um svipað leyti var ökumaður stöðvaður og handtekinn annarsstaðar í borginni, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Gætu verið útrásarvíkingar sem óttast frystingu eigna

„Það eru óþolinmóðir Íslendingar og óþolinmóðir útlendingar, sem voru lokaðir inni með gjaldeyrishöftunum sem hafa farið þarna út,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor, spurður hvað hann lesi út úr upplýsingum sem fram hafa komið á Alþingi um að fjárhæðir meintra gjaldeyrissvika, sem Seðlabankinn rannsakar nemi 57,5 milljörðum króna á 10 mánaða tímabili. Hann segir að erlendu aðilarnir geti verið jöklabréfaeigendur. „En að því marki sem þetta eru óþolinmóðir Íslendingar, gætu það verið útrásarvíkingar sem óttast frystingu eigna sinna.“

Sársaukafull hagræðing í velferðarmálum

Algerlega óásættanlegt er að borgarstjórnarmeirihlutinn fari í sársaukafulla hagræðingu í velferðarmálum, þvert á það sem talað hafi verið um, segir borgarfulltrúi Vinstri grænna.

Sjá næstu 50 fréttir