Erlent

Aldrei fleiri íbúar Bretlands fæddir utan landsins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Oxford-stræti í London.
Oxford-stræti í London.

Meira en tíundi hver íbúi Bretlands er fæddur utan landsins og hefur hlutfallið aldrei verið hærra, en það hefur næstum því tvöfaldast á tveimur áratugum. Fjöldi íbúa sem fæddir eru annars staðar er nú tæpar sjö milljónir og jafnframt hafa fleiri börn aldrei fæðst erlendum mæðrum í Bretlandi og nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku hagstofunnar. Einn af lykilþáttunum í þessum tölum segir hagstofan vera fjölda fólks sem fluttist til Bretlands frá Póllandi, Litháen og fleiri Austur-Evrópulöndum við stækkun Evrópusambandsins til austurs árið 2004. Búist er við að fólksfjöldi í Bretlandi nái 70 milljónum á næstu tveimur áratugum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×