Erlent

Hershöfðingi skotinn til bana í Honduras

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglumenn rannsaka bíl Gonzalez.
Lögreglumenn rannsaka bíl Gonzalez.

Einn helsti andstæðingur eiturlyfjabaróna í Honduras, hershöfðinginn Julian Gonzalez, sem jafnframt er forstöðumaður eftirlitsstofnunar gegn eiturlyfjasmygli í landinu, var skotinn til bana í bíl sínum þar sem hann var á ferð í Tegucigalpa, höfuðborg Honduras, í gær. Tveir óþekktir menn á vélhjóli óku upp að bíl Gonzalez og skutu hann sex eða sjö skotum. Aldrei þessu vant var Gonzalez ekki á ferð með lífvörðum sínum. Honduras er í Mið-Ameríku en það svæði er nú að verða eiturlyfjabarónum æ mikilvægari umflutningsstaður varnings þeirra eftir að mexíkósk og bandarísk yfirvöld tóku höndum saman gegn eiturlyfjasmygli í Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×