Fleiri fréttir Brutust inn með klaufjárni Piltarnir þrír sem kveiktu í skólastofu í Waldorfskóla brutust inn í hann með klaufjárni. Missagt var í Fréttablaðinu í gær að þeir hefðu verið nemendur í Waldorfskóla. Hið rétta er að þeir hafa verið nemendur í Fellaskóla. Í þeim skóla gerðu þeir ráðstafanir til þess að komast inn eftir að allir voru farnir heim, með því að troða bréfi í dyralæsingu. Þeim tókst ekki að kveikja í skólahúsnæðinu, þrátt fyrir nokkrar tilraunir, þar sem öryggisvörður varð eldsins var áður en hann náði að breiðast út. 9.12.2009 05:00 Fríhöfnin í Keflavík í klóm spillingarafla „Lengi vel var það alþekkt að allir sem fengu vinnu í Fríhöfninni voru tengdir ákveðnum pólitískum flokkum, annaðhvort beint eða í gegnum fjölskyldumeðlimi,“ segir í fimmtíu ára afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. 9.12.2009 04:45 Kanna sparnað með opnum hugbúnaði Heildarkostnaður ríkisins vegna hugbúnaðar nam 7,5 milljörðum króna á þriggja ára tímabili, 2006 til 2008. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. 9.12.2009 04:30 Flest liggur fyrir og margt á island.is Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á ekki von á að neitt komi fram í nýrri meðferð fjárlaganefndar á Icesave-málinu sem breyti því að ráði eða bæti. Flestallt, ef ekki allt, liggi þegar fyrir. 9.12.2009 04:30 Vilhjálmur fær gögn um lán Skilanefnd Glitnis á að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. 9.12.2009 04:30 Heimila á innflutning sæðis Heimild til innflutnings á djúpfrystu svínasæði verður til þess að efla, styrkja og auka svínarækt í landinu. Þetta kemur fram í áliti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis vegna frumvarps um breytingu á lögum um innflutning dýra. 9.12.2009 04:30 Al Kaída og Baath kennt um Á annað hundrað manns fórust í fimm sprengjuárásum í Bagdad í gærmorgun. Hundruð manna særðust. 9.12.2009 04:30 Samningar samþykktir Samningar Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru samþykktir á kjörfundi á mánudag. Kjörsókn var lítil, tæplega ellefu prósent. 9.12.2009 04:15 Níu mánuðir fyrir dópakstur Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi og til ævilangrar sviptingar ökuréttar fyrir fíkniefnaakstur, auk skilorðsrofs. Konan var í tvígang á stuttu tímabili staðin að því að aka bifreið, þótt hún væri ófær um að stjórna henni vegna fíkniefnaneyslu. 9.12.2009 04:15 Fær greiddar milljóna bætur Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi forstöðumanni Dvalarheimilis aldraðra 5,8 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. 9.12.2009 04:15 Langflestum er synjað um hæli Evrópusambandið hafnaði umsóknum 204 þúsund hælisleitenda á árinu 2008. Sama ár fengu 76 þúsund manns hæli í aðildarríkjum sambandsins. 9.12.2009 04:15 Laun verkafólks hækka mest Laun voru að meðaltali 0,7 prósentum hærri á þriðja fjórðungi ársins, en hjá verkafólki hækkuðu þau um 1,6 prósent og hækkar sú starfsstétt mest. Á sama tímabili hækkuðu laun stjórnenda um 0,1 prósent. 9.12.2009 04:15 Stálu skammbyssu og flatskjáum Sex ungmenni hafa verið ákærð fyrir fjölmörg innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglustjórans á Selfossi. Um er að ræða fimm unga menn og eina stúlku á aldrinum 18 til 22 ára. 9.12.2009 04:00 Rannsókn RLS verði rannsökuð Ríkislögreglustjóri hefur farið fram á að embætti Ríkissaksóknara rannsaki hvort lög hafi verið brotin þegar meint peningaþvætti í Landsbankanum árið 2006 var ekki rannsakað. 9.12.2009 04:00 Búast við 1.200 fram að jólum Fjölskylduhjálp Íslands gerir ráð fyrir að á bilinu 1.000 til 1.200 fjölskyldur muni sækja jólaaðstoð félagsins í desember. 9.12.2009 04:00 Hlustað á börn í forsjármálum Íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða verklagsreglur í forsjármálum, leggja meiri áherslu á að hlusta á það sem börnin vilja sjálf en nú er gert og virða mannréttindi barnanna, segir í yfirlýsingu frá stjórn Kvenréttindafélags Íslands. 9.12.2009 04:00 Lögmaður spyr hvort Davíð hafi brotið lög Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvort að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi með stórfelldum lánveitingum til gjaldþrota bankakerfis gerst sekur um umboðssvik. 8.12.2009 21:22 Starfslokasamningar og kaupaukar takmarkaðir Heimildir fjármálafyrirtækja til að gera starfslokasamninga og svokallaða kaupaukasamninga við starfsmenn og stjórnendur sína verða takmarkaðar, nái frumvarp um breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja fram að ganga. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Frumvarpið felur í sér hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja. 8.12.2009 20:32 Sjóðurinn mun ekki spila með lífeyri framtíðarinnar „Ég er ekki í neinum vafa um það að þessi sjóður eins og hann er uppbyggður og hverjir hafa valist í forystu hans að ítrustu varkárni verði gætt þegar fjarfest er í slíkum fyrirtækjum," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, aðspurður hvort að með stofnun Framtakssjóðs Íslands sé ekki verið að spila með lífeyri framtíðarinnar. 8.12.2009 20:04 Góðærisbörnin vansælli og veikari Góðærið keyrði fjármál landsins í klessu en það var ekki það eina slæma því heilsu íslenskra barna hrakaði mjög á sama tíma. Tannskemmdir jukust, offita varð algengari, sýklalyf voru ofnotuð og geðheilsa þeirra versnaði. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, læknir hafa komið fram í nýlegum rannsóknum. 8.12.2009 19:30 Einn á gjörgæslu vegna svínaflensu Einn sjúklingur hefur verið lagður á legudeild Landspítalans síðastliðna viku með grun um svínainflúensu en tveir eru enn inniliggjandi. Það eru því þrír einstaklingar á spítalanum, einn á gjörgæsludeild en tveir á legudeildum. 8.12.2009 20:43 Framtíð stjórnarinnar gæti ráðist af atkvæði Þráins Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt með naumum meirihluta eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Framtíð frumvarpsins og jafnvel ríkisstjórnarinnar gæti ráðist af atkvæði Þráins Bertelssonar, því einn stjórnarþingmaður til viðbótar gæti lagst gegn frumvarpinu við lokaafgreiðslu þess. 8.12.2009 19:27 Eitt núll fyrir Ísland Það er eitt núll fyrir Ísland segir sérfræðingur í Evrópumálum um niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA um að neyðarlögin haldi. Hinsvegar geti málið farið til EFTA dómstólsins sem gæti komist að annarri niðurstöðu. 8.12.2009 18:59 Helmingur hyggst draga úr neyslu vegna skattabreytinga Fimmtíu prósent neytenda ætla að draga úr neyslu á dagvörum í ljósi breytinga ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu, ef marka má niðurstöður nýlegrar könnunar. Fólk vill frekar skera niður í stjórnsýslunni, heldur en í menntakerfinu. 8.12.2009 18:54 Lést við köfun Maður lést við köfun í Hvammsvík í Hvalfirði í dag. Lögregla fékk tilkynningu um mann í vanda í sjónum um þrjú leytið og sendi á vettvang nokkuð fjölmennt lið. Kafarar og menn á slöngubát voru þar á meðal, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. 8.12.2009 18:22 Gæsluvarðhaldsúrskurður Catalinu staðfestur Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem Catalinu Ncogo og starfskonu hennar er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til föstudags. Konurnar eru grunaðar um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Þetta er í annað sinn sem Catalina er handtekin vegna slíkra mála. Konurnar hafa setið í varðhaldi síðan á föstudag. 8.12.2009 17:03 Alvarlegt slys í Hvammsvík Alvarlegt slys varð í Hvammsvík fyrr í dag þegar maður missti þar meðvitund. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var færður í þyrluna sem lenti í Reykjavík á fimmta tímanum. 8.12.2009 16:50 Risajúllum mótmælt Bæði foreldrar og kennarar hafa mótmælt agnarlítilli styttu sem sett var upp í skemmtigarði í borginni Foshan í Guangdong héraði í Japan. Styttan sjálf er ekki nema tuttugu sentimetra há. 8.12.2009 16:22 Ljóshærð kona í sjúkrabíl frá heimili Tigers Yfirvöld vilja ekkert segja um hvaða kona það var sem var flutt frá heimili Tigers Wood klukkan hálf þrjú um nóttina. 8.12.2009 16:00 Maður hafnaði í sjónum í Hvammsvík Lögreglumenn úr Reykjavík og frá Akranesi og sjúkraflutningamenn komu meðvitundarlausum manni til hjálpar í Hvammsvík við Kjalarnes fyrir stundu. Björgunarmenn voru með töluverðan viðbúnað en greiðlega gekk að komast að manninum samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamanni. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu og ekki er hægt að greina frá tildrögum þess að maðurinn hafnaði í sjónum. 8.12.2009 15:32 Icesave vísað aftur til fjárlaganefndar Icesave frumvarpinu var vísað til fjárlaganefndar með atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag eftir umfangsmiklar umræður við aðra lotu. 32 þingmenn meirihlutans samþykktu grein um ríkisábyrgð á Icesave, en 29 greiddu atkvæði á móti. 8.12.2009 15:28 Umferðarljós óvirk á morgun Á morgun verður lokið við að tengja og uppfæra stýribúnað umferðarljósa á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Vegna þessarar vinnu verða ljósin gerð óvirk frá klukkan 9:30 til 16:00. Á þeim tíma verða allar vinstribeygjur á gatnamótunum bannaðar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir, sem eru 30 kílómetrar á meðan umferðarljós eru óvirk. 8.12.2009 15:17 Talibanar boða sókn í Pakistan Einn af leiðtogum talibana í Pakistan sagði í símtali við CN N sjónvarpsstöðina að þeir myndu hefja sókn sína gegn stjórnarher landsins strax eftir áramótin. 8.12.2009 15:02 Ögmundur og Lilja leggjast gegn ríkisábyrgð á Icesave láninu Bæði Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innistæðueigenda frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave lánanna. Verið er að greiða atkvæði um það hvort vísa eigi Icesave málinu til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu um málið í þinginu. 8.12.2009 14:49 Álit Eftirlitsstofnunar EFTA engin endanleg niðurstaða Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir því að neyðarlögin fari fyrir EFTA dómstólinn og Mannréttindadómstól Evrópu. 8.12.2009 14:30 Neyðarlínan heyrði banaskotið -upptaka Starfskona neyðarlínu í Oklahoma í Bandaríkjunum heyrði greinilega í símanum hvernig hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Billy Dean Riley barði hús Donnu Jackson að utan eftir að hún hafði hringt til þess að biðja um aðstoð á aðfararnótt laugardags. 8.12.2009 14:09 Mögulegt að lækka höfuðstól Icesave um 20% Skilanefnd Landsbankans á lausa 180 milljarða króna um áramótin og aðrir 120 milljarðar munu innheimtast úr þrotabúinu á næsta ári, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi fyrr í dag. Hann segir þetta verða til þess að Tryggingasjóður innstæðueigenda geti lækkað höfuðstól Icesave skuldarinnar um 160 milljarða króna á næsta ári eða um 20%. 8.12.2009 13:55 Kaupmannahöfn er hreinust borga Kaupmannahöfn er hreinasta borg í Evrópu samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt verður á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í borginni í dag. 8.12.2009 13:40 Ríkið eyddi 7,5 milljörðum í hugbúnað Íslenska ríkið eyddi 7,5 milljörðum króna í kaup á hugbúnaði og vegna hugbúnaðargerðar á árunum 2006 - 2008, eða á þriggja ára tímabili. 8.12.2009 13:28 Eftirlitsstofnun EFTA segir neyðarlögin halda Eftirlitsstofnun EFTA fellst á sjónarmið íslenskra stjórnvalda varðandi lögmæti neyðarlaganna sem sett voru þann 6. október í fyrra. Tekið er fram að forgangur sem innistæðum var veittur fær staðist, að íslensk stjórnvöld höfðu rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Ekki er fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innistæðueigenda. 8.12.2009 11:37 Þrjúhundruð fallnir og særðir í Bagdad Lögregluyfirvöld í Bagdad segja að að minnsta kosti 112 hafi látið lífið í árásunum og um 197 særst. Mörgum þeirra er ekki hugað líf. 8.12.2009 11:29 Stórþjófnaður úr Vínbúðinni í Hveragerði Talið er að þjófar hafi haft á brott með sér um átta til níu kassa af sterku áfengi þegar þeir brutust inn í Vínbúðina í Hveragerði í nótt. Lögreglunni á Selfossi bárust boð um klukkan hálfeitt í nótt um að brotist hafi verið inn í Vínbúðina sem er til húsa hjá N1 við Breiðumörk. Þegar lögregla kom á staðinn voru dyr verslunarinnar opnar og ljóst að brotist hafði verið þar inn. 8.12.2009 11:19 Ákærður fyrir ólöglegar veiðar Hafnfirðingur á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir fiskveiðilagabrot. Hann var staðinn að línuveiðum þann 25. janúar síðastliðinn á 11 brúttólesta fiskiskipi á skyndilokunarsvæði út af Vatnsleysuströnd. Þar voru allar línuveiðar bannaðar frá 21. janúar til 4. febrúar. 8.12.2009 10:56 Mál Baldurs gegn sérstökum saksóknara þingfest Mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, gegn sérstökum saksóknara verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8.12.2009 10:35 Kyrkti eiginkonu sína til sex mánaða Tuttugu og sex ára gamall breskur maður hefur verið handtekinn, sakaður um að hafa kyrkt konuna sem hann kvæntist fyrir sex mánuðum. 8.12.2009 09:55 Sjá næstu 50 fréttir
Brutust inn með klaufjárni Piltarnir þrír sem kveiktu í skólastofu í Waldorfskóla brutust inn í hann með klaufjárni. Missagt var í Fréttablaðinu í gær að þeir hefðu verið nemendur í Waldorfskóla. Hið rétta er að þeir hafa verið nemendur í Fellaskóla. Í þeim skóla gerðu þeir ráðstafanir til þess að komast inn eftir að allir voru farnir heim, með því að troða bréfi í dyralæsingu. Þeim tókst ekki að kveikja í skólahúsnæðinu, þrátt fyrir nokkrar tilraunir, þar sem öryggisvörður varð eldsins var áður en hann náði að breiðast út. 9.12.2009 05:00
Fríhöfnin í Keflavík í klóm spillingarafla „Lengi vel var það alþekkt að allir sem fengu vinnu í Fríhöfninni voru tengdir ákveðnum pólitískum flokkum, annaðhvort beint eða í gegnum fjölskyldumeðlimi,“ segir í fimmtíu ára afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. 9.12.2009 04:45
Kanna sparnað með opnum hugbúnaði Heildarkostnaður ríkisins vegna hugbúnaðar nam 7,5 milljörðum króna á þriggja ára tímabili, 2006 til 2008. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. 9.12.2009 04:30
Flest liggur fyrir og margt á island.is Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á ekki von á að neitt komi fram í nýrri meðferð fjárlaganefndar á Icesave-málinu sem breyti því að ráði eða bæti. Flestallt, ef ekki allt, liggi þegar fyrir. 9.12.2009 04:30
Vilhjálmur fær gögn um lán Skilanefnd Glitnis á að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. 9.12.2009 04:30
Heimila á innflutning sæðis Heimild til innflutnings á djúpfrystu svínasæði verður til þess að efla, styrkja og auka svínarækt í landinu. Þetta kemur fram í áliti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis vegna frumvarps um breytingu á lögum um innflutning dýra. 9.12.2009 04:30
Al Kaída og Baath kennt um Á annað hundrað manns fórust í fimm sprengjuárásum í Bagdad í gærmorgun. Hundruð manna særðust. 9.12.2009 04:30
Samningar samþykktir Samningar Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru samþykktir á kjörfundi á mánudag. Kjörsókn var lítil, tæplega ellefu prósent. 9.12.2009 04:15
Níu mánuðir fyrir dópakstur Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi og til ævilangrar sviptingar ökuréttar fyrir fíkniefnaakstur, auk skilorðsrofs. Konan var í tvígang á stuttu tímabili staðin að því að aka bifreið, þótt hún væri ófær um að stjórna henni vegna fíkniefnaneyslu. 9.12.2009 04:15
Fær greiddar milljóna bætur Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi forstöðumanni Dvalarheimilis aldraðra 5,8 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. 9.12.2009 04:15
Langflestum er synjað um hæli Evrópusambandið hafnaði umsóknum 204 þúsund hælisleitenda á árinu 2008. Sama ár fengu 76 þúsund manns hæli í aðildarríkjum sambandsins. 9.12.2009 04:15
Laun verkafólks hækka mest Laun voru að meðaltali 0,7 prósentum hærri á þriðja fjórðungi ársins, en hjá verkafólki hækkuðu þau um 1,6 prósent og hækkar sú starfsstétt mest. Á sama tímabili hækkuðu laun stjórnenda um 0,1 prósent. 9.12.2009 04:15
Stálu skammbyssu og flatskjáum Sex ungmenni hafa verið ákærð fyrir fjölmörg innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglustjórans á Selfossi. Um er að ræða fimm unga menn og eina stúlku á aldrinum 18 til 22 ára. 9.12.2009 04:00
Rannsókn RLS verði rannsökuð Ríkislögreglustjóri hefur farið fram á að embætti Ríkissaksóknara rannsaki hvort lög hafi verið brotin þegar meint peningaþvætti í Landsbankanum árið 2006 var ekki rannsakað. 9.12.2009 04:00
Búast við 1.200 fram að jólum Fjölskylduhjálp Íslands gerir ráð fyrir að á bilinu 1.000 til 1.200 fjölskyldur muni sækja jólaaðstoð félagsins í desember. 9.12.2009 04:00
Hlustað á börn í forsjármálum Íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða verklagsreglur í forsjármálum, leggja meiri áherslu á að hlusta á það sem börnin vilja sjálf en nú er gert og virða mannréttindi barnanna, segir í yfirlýsingu frá stjórn Kvenréttindafélags Íslands. 9.12.2009 04:00
Lögmaður spyr hvort Davíð hafi brotið lög Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvort að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi með stórfelldum lánveitingum til gjaldþrota bankakerfis gerst sekur um umboðssvik. 8.12.2009 21:22
Starfslokasamningar og kaupaukar takmarkaðir Heimildir fjármálafyrirtækja til að gera starfslokasamninga og svokallaða kaupaukasamninga við starfsmenn og stjórnendur sína verða takmarkaðar, nái frumvarp um breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja fram að ganga. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Frumvarpið felur í sér hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja. 8.12.2009 20:32
Sjóðurinn mun ekki spila með lífeyri framtíðarinnar „Ég er ekki í neinum vafa um það að þessi sjóður eins og hann er uppbyggður og hverjir hafa valist í forystu hans að ítrustu varkárni verði gætt þegar fjarfest er í slíkum fyrirtækjum," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, aðspurður hvort að með stofnun Framtakssjóðs Íslands sé ekki verið að spila með lífeyri framtíðarinnar. 8.12.2009 20:04
Góðærisbörnin vansælli og veikari Góðærið keyrði fjármál landsins í klessu en það var ekki það eina slæma því heilsu íslenskra barna hrakaði mjög á sama tíma. Tannskemmdir jukust, offita varð algengari, sýklalyf voru ofnotuð og geðheilsa þeirra versnaði. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, læknir hafa komið fram í nýlegum rannsóknum. 8.12.2009 19:30
Einn á gjörgæslu vegna svínaflensu Einn sjúklingur hefur verið lagður á legudeild Landspítalans síðastliðna viku með grun um svínainflúensu en tveir eru enn inniliggjandi. Það eru því þrír einstaklingar á spítalanum, einn á gjörgæsludeild en tveir á legudeildum. 8.12.2009 20:43
Framtíð stjórnarinnar gæti ráðist af atkvæði Þráins Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt með naumum meirihluta eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Framtíð frumvarpsins og jafnvel ríkisstjórnarinnar gæti ráðist af atkvæði Þráins Bertelssonar, því einn stjórnarþingmaður til viðbótar gæti lagst gegn frumvarpinu við lokaafgreiðslu þess. 8.12.2009 19:27
Eitt núll fyrir Ísland Það er eitt núll fyrir Ísland segir sérfræðingur í Evrópumálum um niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA um að neyðarlögin haldi. Hinsvegar geti málið farið til EFTA dómstólsins sem gæti komist að annarri niðurstöðu. 8.12.2009 18:59
Helmingur hyggst draga úr neyslu vegna skattabreytinga Fimmtíu prósent neytenda ætla að draga úr neyslu á dagvörum í ljósi breytinga ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu, ef marka má niðurstöður nýlegrar könnunar. Fólk vill frekar skera niður í stjórnsýslunni, heldur en í menntakerfinu. 8.12.2009 18:54
Lést við köfun Maður lést við köfun í Hvammsvík í Hvalfirði í dag. Lögregla fékk tilkynningu um mann í vanda í sjónum um þrjú leytið og sendi á vettvang nokkuð fjölmennt lið. Kafarar og menn á slöngubát voru þar á meðal, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. 8.12.2009 18:22
Gæsluvarðhaldsúrskurður Catalinu staðfestur Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem Catalinu Ncogo og starfskonu hennar er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til föstudags. Konurnar eru grunaðar um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Þetta er í annað sinn sem Catalina er handtekin vegna slíkra mála. Konurnar hafa setið í varðhaldi síðan á föstudag. 8.12.2009 17:03
Alvarlegt slys í Hvammsvík Alvarlegt slys varð í Hvammsvík fyrr í dag þegar maður missti þar meðvitund. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var færður í þyrluna sem lenti í Reykjavík á fimmta tímanum. 8.12.2009 16:50
Risajúllum mótmælt Bæði foreldrar og kennarar hafa mótmælt agnarlítilli styttu sem sett var upp í skemmtigarði í borginni Foshan í Guangdong héraði í Japan. Styttan sjálf er ekki nema tuttugu sentimetra há. 8.12.2009 16:22
Ljóshærð kona í sjúkrabíl frá heimili Tigers Yfirvöld vilja ekkert segja um hvaða kona það var sem var flutt frá heimili Tigers Wood klukkan hálf þrjú um nóttina. 8.12.2009 16:00
Maður hafnaði í sjónum í Hvammsvík Lögreglumenn úr Reykjavík og frá Akranesi og sjúkraflutningamenn komu meðvitundarlausum manni til hjálpar í Hvammsvík við Kjalarnes fyrir stundu. Björgunarmenn voru með töluverðan viðbúnað en greiðlega gekk að komast að manninum samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamanni. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu og ekki er hægt að greina frá tildrögum þess að maðurinn hafnaði í sjónum. 8.12.2009 15:32
Icesave vísað aftur til fjárlaganefndar Icesave frumvarpinu var vísað til fjárlaganefndar með atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag eftir umfangsmiklar umræður við aðra lotu. 32 þingmenn meirihlutans samþykktu grein um ríkisábyrgð á Icesave, en 29 greiddu atkvæði á móti. 8.12.2009 15:28
Umferðarljós óvirk á morgun Á morgun verður lokið við að tengja og uppfæra stýribúnað umferðarljósa á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Vegna þessarar vinnu verða ljósin gerð óvirk frá klukkan 9:30 til 16:00. Á þeim tíma verða allar vinstribeygjur á gatnamótunum bannaðar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir, sem eru 30 kílómetrar á meðan umferðarljós eru óvirk. 8.12.2009 15:17
Talibanar boða sókn í Pakistan Einn af leiðtogum talibana í Pakistan sagði í símtali við CN N sjónvarpsstöðina að þeir myndu hefja sókn sína gegn stjórnarher landsins strax eftir áramótin. 8.12.2009 15:02
Ögmundur og Lilja leggjast gegn ríkisábyrgð á Icesave láninu Bæði Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innistæðueigenda frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave lánanna. Verið er að greiða atkvæði um það hvort vísa eigi Icesave málinu til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu um málið í þinginu. 8.12.2009 14:49
Álit Eftirlitsstofnunar EFTA engin endanleg niðurstaða Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir því að neyðarlögin fari fyrir EFTA dómstólinn og Mannréttindadómstól Evrópu. 8.12.2009 14:30
Neyðarlínan heyrði banaskotið -upptaka Starfskona neyðarlínu í Oklahoma í Bandaríkjunum heyrði greinilega í símanum hvernig hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Billy Dean Riley barði hús Donnu Jackson að utan eftir að hún hafði hringt til þess að biðja um aðstoð á aðfararnótt laugardags. 8.12.2009 14:09
Mögulegt að lækka höfuðstól Icesave um 20% Skilanefnd Landsbankans á lausa 180 milljarða króna um áramótin og aðrir 120 milljarðar munu innheimtast úr þrotabúinu á næsta ári, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi fyrr í dag. Hann segir þetta verða til þess að Tryggingasjóður innstæðueigenda geti lækkað höfuðstól Icesave skuldarinnar um 160 milljarða króna á næsta ári eða um 20%. 8.12.2009 13:55
Kaupmannahöfn er hreinust borga Kaupmannahöfn er hreinasta borg í Evrópu samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt verður á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í borginni í dag. 8.12.2009 13:40
Ríkið eyddi 7,5 milljörðum í hugbúnað Íslenska ríkið eyddi 7,5 milljörðum króna í kaup á hugbúnaði og vegna hugbúnaðargerðar á árunum 2006 - 2008, eða á þriggja ára tímabili. 8.12.2009 13:28
Eftirlitsstofnun EFTA segir neyðarlögin halda Eftirlitsstofnun EFTA fellst á sjónarmið íslenskra stjórnvalda varðandi lögmæti neyðarlaganna sem sett voru þann 6. október í fyrra. Tekið er fram að forgangur sem innistæðum var veittur fær staðist, að íslensk stjórnvöld höfðu rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Ekki er fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innistæðueigenda. 8.12.2009 11:37
Þrjúhundruð fallnir og særðir í Bagdad Lögregluyfirvöld í Bagdad segja að að minnsta kosti 112 hafi látið lífið í árásunum og um 197 særst. Mörgum þeirra er ekki hugað líf. 8.12.2009 11:29
Stórþjófnaður úr Vínbúðinni í Hveragerði Talið er að þjófar hafi haft á brott með sér um átta til níu kassa af sterku áfengi þegar þeir brutust inn í Vínbúðina í Hveragerði í nótt. Lögreglunni á Selfossi bárust boð um klukkan hálfeitt í nótt um að brotist hafi verið inn í Vínbúðina sem er til húsa hjá N1 við Breiðumörk. Þegar lögregla kom á staðinn voru dyr verslunarinnar opnar og ljóst að brotist hafði verið þar inn. 8.12.2009 11:19
Ákærður fyrir ólöglegar veiðar Hafnfirðingur á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir fiskveiðilagabrot. Hann var staðinn að línuveiðum þann 25. janúar síðastliðinn á 11 brúttólesta fiskiskipi á skyndilokunarsvæði út af Vatnsleysuströnd. Þar voru allar línuveiðar bannaðar frá 21. janúar til 4. febrúar. 8.12.2009 10:56
Mál Baldurs gegn sérstökum saksóknara þingfest Mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, gegn sérstökum saksóknara verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8.12.2009 10:35
Kyrkti eiginkonu sína til sex mánaða Tuttugu og sex ára gamall breskur maður hefur verið handtekinn, sakaður um að hafa kyrkt konuna sem hann kvæntist fyrir sex mánuðum. 8.12.2009 09:55