Innlent

Flugfreyjur kjósa um verkfallsheimild

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verkfallið myndi sjálfsagt hafa áhrif á Icelandair. Mynd/ Vilhelm.
Verkfallið myndi sjálfsagt hafa áhrif á Icelandair. Mynd/ Vilhelm.
Flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands ákváðu í gær að efna til kosningar um verkfallsheimild. Kjörfundur stendur yfir til morguns. Ef verkfallsheimild verður samþykkt er gert ráð fyrir að verkfallið hefjist 2. janúar næstkomandi.

Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins, snýst kjaradeila flugfreyja um forgangsréttarákvæði í leiguflugi erlendis og starfsaldursákvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×