Erlent

Mikki Jackson á hestbaki

Óli Tynes skrifar
Hans hátign á hrossi sínu.
Hans hátign á hrossi sínu. Mynd/AP

Málverk af Michael Jackson á hestbaki í konunglegum skrúða hefur verið selt fyrir um tuttugu milljónir íslenskra króna. Jackson pantaði sjálfur málverkið, en lést áður en því var lokið.

Listamaðurinn heitir Kehinde Wiley og Jackson hreifst af verkum hennar á málverkasýningu í Brooklyn.

Kehinda Wiley segir að hún hafi í fyrstu haldið að verið væri að gera grín að sér þegar hún var beðin um að mála Michael Jackson til hests.

Þegar hún loks trúði þessu lét hún poppgoðið hafa myndir af nokkrum sögufrægum málverkum til að velja fyrirmynd.

Hann valdi málverk Filip öðrum Spánarkonungi sem var gjarn á að láta mála sig á hestbaki. Sem fyrr segir lést Jackson áður en verkinu var lokið.

Myndin var því sett á uppboð í New York og þar keypti þýskur aðdáandi Jacksons hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×