Erlent

Tyggjó sprengdi af neðri kjálkann

Óli Tynes skrifar

Tuttugu og fimm ára gamall nemandi í efnafræði fannst látinn á heimili sínu í borginni Konotop í Úkraínu á sunnudag og var af honum neðri kjálkinn.

Nemandinn var að vinna á tölvu í herbergi sínu þegar ættingjar heins heyrðu háan hvell. Þegar að var gáð fannst hann látinn.

Rússneska fréttastofan Ria Novosti segir að nemandinn virðist hafa haft þann undarlega vana að dýfa tyggigúmmíi sínu í sítrónuduft.

Á skrifborði hans fannst pakki með sítrónudufti og svo annað óþekkt duft sem leit nánast eins út, en sem talið er vera einhverskonar sprengiefni.

Lögregluna grunar að nemandinn hafi villst á efni og dýft tyggigúmmíi í sprengiefnið, með fyrrnefndum afleiðingum.

Bæði efnin hafa verið send til rannsóknar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×