Fleiri fréttir

Nýir mannbroddar í pakkann

Neytendasamtökin hafa á vef sínum, ns.is, tekið saman nokkrar jólagjafir sem þau mæla með.

Alþingi samþykkir opna heimild

sparisjóðir. Alþingi samþykkti í gær að veita ríkisstjórninni opna heimild til að kaupa og selja hluti í innlendum sparisjóðum í tengslum við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins.

KPMG styrkir Geðhjálp

KPMG á Íslandi og Geðhjálp hafa undirritað styrktar­samning um að KPMG gerist aðalstyrktaraðili Geðhjálpar næstu tvö árin. Styrkur KPMG nemur samtals þrem milljónum króna og vill félagið með því stuðla að eflingu geðheilbrigðis og gera Geðhjálp kleift að auka aðstoð við þá er kljást við geðræn vandamál. Geðhjálp gætir hagsmuna þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra sem láta sig geðheilbrigðismál varða.- shá

Afríkuríkin ennþá ósátt

„Ein Afríka, eitt atkvæði, ein afstaða!“ Þetta kyrjuðu fulltrúar frá Afríku á göngum Bella Center í gær. Mikil spenna var yfir öllu, bæði inni og úti, þar sem mótmælendur tókust á við lögregluna.

Verðleggja þarf útblástur

John Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Bandaríkjunum og fyrrum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segist handviss um að Bandaríkjaþing muni samþykkja frumvarp sem taki verulega á loftslagsmálum. Deilir hann þeirri skoðun með Al Gore, fyrrverandi varaforseta, sem viðraði hana fyrr í vikunni.

Hedegård hætt sem forseti

Connie Hedegård lét af störfum í gær sem forseti loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Hún lýsti því yfir að ástæðan væri sú að svo mikið væri komið af þjóðarleiðtogum til Bella Center og því væri eðlilegt að þjóðarleiðtogi stýrði ráðstefnunni. Lars Lokke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tók við af Hedegård.

Obama vongóður um heilbrigðislög

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings komna á fremsta hlunn með að samþykkja nýja heilbrigðislöggjöf.

Fólksfækkunin vítahringur í Skaftárhreppi

Kreppan fyrir sunnan hefur ekki enn megnað að stöðva fólksflóttann úr sveitunum, ferðaþjónustan er að mestu aðeins sumarvinna og fjölbreyttari störf vantar. Fréttastofa Stöðvar 2 heldur áfram að fjalla um ískyggilega byggðaþróun í Skaftafellssýslum.

Lóðaúthlutanir hafa raskað samkeppni

Samkeppniseftirlitið beinir því til stjórnvalda að huga að samkeppnisjónarmiðum í tengslum við skipulagsmál og úthlutun lóða. Á heimasíðu þeirra segir að dæmi eru um að skipulagsákvarðanir og lóðaúthlutanir hafi raskað samkeppni og það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna við því.

Tveggja og hálfsárs fangelsi fyrir smygl á eiturlyfjum

Tveir Pólverjar voru í dag dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hvor um sig, fyrir að smygla tæplega sex þúsund töflum sem innihalda metamphetamín og PCP til landsins. Töflurnar voru faldar í niðursuðudósum en mennirnir voru að koma með flugi frá Póllandi þegar þeir voru gripnir. Annar þeirra sagðist hafa verið neyddur til þess að smygla dósunum en hinn sagðist hafa keypt þær á markaði í Varsjá og að hann hafi staðið í þeirri trú að í þeim væri aðeins kjötbúðingur.

Minna heimilissorp eftir hrun

Óflokkað heimilissorp í Reykjavík dróst saman um 14% fyrstu níu mánuði ársins 2009 í samanburði við árið 2008. Þá hefur magn í grenndargáma og bláu tunnuna fyrir pappír dregist saman um helming á tveimur árum. Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

ASÍ harmar áformuð svik ríkisstjórnarinnar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar að virða ekki gerða samninga. Í ályktun miðstjórnar segir að samkvæmt stjórnarfrumvarpi um breytingar tekjuskattskerfinu þá áformi stjórnvöld að afnema verðtryggingu persónuafsláttar sem ASÍ samdi um við þáverandi ríkisstjórn í tengslum við endurskoðun kjarasamninga 2006.

Ítreka beiðni um Icesave skjöl

Þingmenn Hreyfingarinnar ítreka fyrri beiðni þeirra um að trúnaði verði aflétt af skjölum vegna Icesave málsins og fara auk þess fram á málefnaleg rök verði færð fyrir leyndinni.

Ætlar að sitja áfram í stjórn VR

Bjarki Steingrímsson hefur látið af störfum sem varaformaður VR eftir að stjórn félagsins samþykkti tillögu um vantraust á fundi sínum fyrr í dag. Þrátt fyrir það ætlar hann að sitja áfram í stjórn VR.

Leit að manninum hætt

Leit hefur verið hætt að manni sem saknað er eftir að bátur hans fékk á sig brot og hvolfdi við Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Leitað hefur verið á svæðinu þar sem báturinn fórst. Björgunarsveitir af Austurlandi, nærstaddir bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í leitinni auk kafara.

Landsbankamaður kveðst vera saklaus

Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landsbankans, segist vera saklaus af ákærum um fjárdátt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur gerir launakröfu upp á 148 milljónir í þrotabú bankans.

Með hálft kíló af kókaíni í endaþarminum

Rúmenskur karlmaður var tekinn með rúmt hálft kíló af kókaíni við komuna til landsins um helgina. Maðurinn sem talar ungversku var að koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn en hann var með efnin innvortis.Þau munu hafa skilað sér tiltölulega hratt niður.

Vinningshafar í Lottóinu hafa gefið sig fram

Annar þeirra sem var með allar tölur réttar í Lottóinu um síðustu helgi og fékk rúmar 30 milljónir í sinn hlut, hefur gefið sig fram hjá Íslenskri getspá. Um er að ræða hjón með tvö börn og voru þau í sumarbústað á Flúðum, þar sem miðinn góði var keyptur.

Ögmundur vill kjósa strax um Icesave

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir að það sé staðreynd að flestir, ef ekki allir, þingmenn hafi komist að niðurstöðu í Icesave málinu. Hann vill því kjósa strax um málið því frekari tafir á Alþingi þjóni engum sýnilegum tilgangi.

Stjórn VR lýsir vantrausti á eigin varaformann

Stjórn VR samþykkti tillögu um vantraust á Bjarka Steingrímsson sem varaformann stjórnar félagsins á fundi í hádeginu í dag. Ástæðurnar eru trúnaðarbrestur og samstarfsörðugleikar. Ásta Rut Jónasdóttir var kjörin nýr varaformaður á fundinum.

Leitin hefur ekki borið árangur

Leit að manni sem er saknað eftir að bát hvolfdi í Fáskrúðsfirði í morgun hefur ekki borið árangur. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu taka sjö björgunarskip og sjö kafarar þátt í leitinni auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Viðbúnaður í Bústaðahverfi: Húsleit framkvæmd

Húsleit stendur nú yfir hjá manninum sem handtekinn var fyrr í dag, grunaður um að hafa verið vopnaður. Maðurinn og sambýliskona hans voru handtekinn og hefur hún verið flutt á brott en maðurinn, áður hefur komið við sögu lögreglu, er enn í húsinu á meðan húsleitin er framkvæmd.

Kristján Þór: Bankarnir seldir án heimildar

Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld séu að láta hlut sinn í Arion banka og Íslandsbanka af hendi án heimildar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir furðulegt að Vinstri grænir standi fyrir þessum vinnubrögðum, í ljósi gagnrýni þeirra á einkavæðingu bankanna á sínum tíma.

Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið

Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn.

Manns saknað eftir að bát hvolfdi

Manns er saknað eftir að bátur strandaði í Fáskrúðsfirði í morgun. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út og Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti kafara á Höfn í Hornafirði. Leit stendur yfir á svæðinu.

Blóðugir bardagar í Kaupmannahöfn

Danska lögreglan hefur í morgun beitt táragasi og kylfum til þess að koma í veg fyrir að mótmælahópar réðust inn í Bella Center þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram. Fjöldi mannna hefur verið handtekinn.

Ráðherra óheimilt að framlengja úthlutun byggðakvóta

Sjávarútvegsráðherra var óheimilt að framlengja úthlutunartímabil byggðakvóta fiskveiðiársins 2006-2007 til 31. desember 2007 - og þar með inn á nýtt fiskveiðiár - með útgáfu sérstakrar reglugerðar. Ákvörðunin átti sér ekki lagastoð og var því brot á lögmætisreglunni. Þetta kemur fram í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis.

Connie Hedegaard segir af sér í Kaupmannahöfn

Connie Hedegaard, forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn hefur sagt af sér. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lökke Rasmussen, mun taka við keflinu úr hendi Hedergaard. Þetta var tilkynnt í morgun á ráðstefnunni en æðstu leiðtogar þjóðríkjanna er nú farnir að tínast til Kaupmannahafnar.

Allsherjarnefnd fjalli um mál Álfheiðar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að allsherjarnefnd fjalli um mál Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra. Í umræðum á Alþingi á mánudag sagðist Álfheiður ekki sjá ástæðu til að biðjast afsökunar á þátttöku sinni í mótmælunum síðasta vetur eða ummælum sem hún lét falla um framgöngu lögreglu í þeim.

British Airways vill ræða við flugfreyjur

Flugfélagið British Airways hefur þekkst tilboð flugfreyjufélags síns um að hefja strax aftur kjaraviðræður. Félagið hafði áður krafist lögbanns á tólf daga verkfall sem boðað var frá 22 desember.

Vilja ræða Arion, Íslandsbanka og Byr

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd hafa farið þess á leit við formann nefndarinnar Lilju Mósesdóttir að nefndin ræði hið fyrsta einkavæðingu Arion banka og Íslandsbanka. Í bréfi sem Guðlaugur sendir Lilju er bent á að beiðni þar að lútandi hafi borist þann 3. desember.

Loksins fékk draumurinn vængi

Fyrsta flug nýju Boeing 787 Dreamliner þotunnar í gær tókst með ágætum vel. Ýmsar tafir ollu því að það var tveimur árum á eftir áætlun.

Samstarf Tollstjóra og Gæslunnar

Tollstjóra og Landhelgisgæslan hafa gert með sér samstarfssamning, sem meðal annars nær til samnýtingar á tækjabúnaði, samstarf á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna.

Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út.

Rúm 6% borgarbúa kusu

Netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar er lokið. Alls kusu 5876 Reykvíkingar í netkosningunni eða 6,2% kosningabærra sem voru allir Reykvíkingar á 16. aldursári og eldri, að fram kemur í tilkynningu. Borgarstjóri er ánægður með þátttökuna.

ABBA tekur sæti í Frægðarhöllinni

Sænsku poppsveitinni ABBA mun hlotnast sæti í Frægðarhöll rokksins, eða Rock and Roll Hall of Fame, á næsta ári. Valnefnd frægðarhallarinnar tilkynnti þetta í gær.

Tveir Bretar féllu í Afganistan

Tveir breskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás talíbana í Helmand-héraðinu í Afganistan í gær. Sprengjumennirnir komu akandi á bifhjóli upp að herflokki á eftirlitsferð og sprengdu sig í loft upp.

Sjá næstu 50 fréttir