Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. september 2025 23:53 Miklar skemmdir eru á byggingum víða um eyjuna. Getty Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. CNN greinir frá því að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín um 10 kílómetrum undir sjávarbotni ekki langt undan borginni Bogo á Cebu. Jarðskjálftinn hafi orðið klukkan tíu að kvöldi að staðartíma, og björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í nótt. Richard Gordon, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Filippseyjum, segir að minnst þrettán hafi látist í bænum San Remigio, þegar íþróttavöllur hrundi, þar sem verið var að spila körfubolta. Miklar skemmdir urðu á þessari kirkjubyggingu.AP Sjúkraliðar Rauða krossins hafi til þessa hjúkrað minnst sextíu slösuðum. „Einhverjar kirkjur hrundu að hluta til, og sumir skólar voru rýmdir.“ Margir eftirskjálftar mældust á klukkutímunum eftir skjálftann. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun strax eftir skjálftann, sem var felld úr gildi nokkrum klukkutímum seinna. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fjöldi látinna orðinn 22. Þar segir að viðbragðsaðilar séu að störfum í öllum þeim borgum og bæjum sem urðu fyrir áhrifum af skjálftanum. „Það eru einhverjir ennþá fastir undir byggingum sem hrundu. Við vitum ekki hversu margir eru týndir,“ sagði Wilson Ramos, björgunarmaður við Guardian. Ónýtur vegur.Getty A strong magnitude 6.9 earthquake hit Bantayan Island, Philippines, affecting the St. Peter and Paul the Apostle Parish Church in Bantayan town. pic.twitter.com/dYPAq3vGxl— Weather Monitor (@WeatherMonitors) September 30, 2025 More video from the gala night of an international pageant in Cebu shows the moment the magnitude 6.9 earthquake hit the Philippines.Terrifying!pic.twitter.com/OmDtcXjkDc— Volcaholic 🌋 (@volcaholic1) September 30, 2025 Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
CNN greinir frá því að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín um 10 kílómetrum undir sjávarbotni ekki langt undan borginni Bogo á Cebu. Jarðskjálftinn hafi orðið klukkan tíu að kvöldi að staðartíma, og björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í nótt. Richard Gordon, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Filippseyjum, segir að minnst þrettán hafi látist í bænum San Remigio, þegar íþróttavöllur hrundi, þar sem verið var að spila körfubolta. Miklar skemmdir urðu á þessari kirkjubyggingu.AP Sjúkraliðar Rauða krossins hafi til þessa hjúkrað minnst sextíu slösuðum. „Einhverjar kirkjur hrundu að hluta til, og sumir skólar voru rýmdir.“ Margir eftirskjálftar mældust á klukkutímunum eftir skjálftann. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun strax eftir skjálftann, sem var felld úr gildi nokkrum klukkutímum seinna. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fjöldi látinna orðinn 22. Þar segir að viðbragðsaðilar séu að störfum í öllum þeim borgum og bæjum sem urðu fyrir áhrifum af skjálftanum. „Það eru einhverjir ennþá fastir undir byggingum sem hrundu. Við vitum ekki hversu margir eru týndir,“ sagði Wilson Ramos, björgunarmaður við Guardian. Ónýtur vegur.Getty A strong magnitude 6.9 earthquake hit Bantayan Island, Philippines, affecting the St. Peter and Paul the Apostle Parish Church in Bantayan town. pic.twitter.com/dYPAq3vGxl— Weather Monitor (@WeatherMonitors) September 30, 2025 More video from the gala night of an international pageant in Cebu shows the moment the magnitude 6.9 earthquake hit the Philippines.Terrifying!pic.twitter.com/OmDtcXjkDc— Volcaholic 🌋 (@volcaholic1) September 30, 2025
Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila