Erlent

Tveir Bretar féllu í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breskur hermaður í Afganistan.
Breskur hermaður í Afganistan. MYND/Telegraph

Tveir breskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás talíbana í Helmand-héraðinu í Afganistan í gær. Sprengjumennirnir komu akandi á bifhjóli upp að herflokki á eftirlitsferð og sprengdu sig í loft upp. Með þessu mannfalli er tala látinna breskra hermanna í Afganistan síðan árið 2001 komin í 239. Nokkur hundruð manna liðsauki frá breska hernum bættist í raðir hermanna í Afganistan í gær og er ætlunin nú að blása til stórsóknar á hendur talíbönum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×