Erlent

British Airways vill ræða við flugfreyjur

Óli Tynes skrifar

Flugfélagið British Airways hefur þekkst tilboð flugfreyjufélags síns um að hefja strax aftur kjaraviðræður. Félagið hafði áður krafist lögbanns á tólf daga verkfall sem boðað var frá 22 desember.

Óvíst er þó að viðræður geti hafist strax í dag þar sem flugfreyjur settu það skilyrði fyrir þeim að félagið félli frá breytingum á vaktatöflum þeirra.

British Airways segir hinsvegar að það samþykki engin skilyrði fyrir viðræðum. Verkfall myndi setja í uppnám ferðalög yfir milljón manna um hátíðarnar.

Verkfall yrði flugfélaginu mjög dýrt, en það tapar þegar einni komma sex milljónum sterlingspunda á dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×