Erlent

Connie Hedegaard segir af sér í Kaupmannahöfn

Hætt, farin.
Hætt, farin.

Connie Hedegaard, forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn hefur sagt af sér. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lökke Rasmussen, mun taka við keflinu úr hendi Hedergaard. Þetta var tilkynnt í morgun á ráðstefnunni en æðstu leiðtogar þjóðríkjanna er nú farnir að tínast til Kaupmannahafnar.

Yfirmaður loftslagsmála hjá SÞ, Yvo de Boer segir að Hedegaard muni áfram leiða óformlegar viðræður á ráðstefnunni en að Rassmussen muni hér eftir verða í forsvari. Afsögn Connie Hedegaard kemur nokkuð á óvart en hún segir að betur fari á því að Rasmussen fari leiði ráðstefnuna nú þegar svo margir þjóðarleiðtogar eru mættir til þáttöku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×