Fleiri fréttir

Ríkisráð kemur saman

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á gamlársdag. Ríkisráðsfundir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, um mitt ár og á gamlársdag, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti. Ríkisráð kom síðast saman 1. október þegar Ögmundur Jónasson lét af embætti heilbrigðisráðherra og Álfheiður Ingadóttir tók sæti í ríkisstjórn.

Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og nokkuð austur eftir Suðurlandi. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og eins á Reykjanesbraut og víðar við Faxaflóa, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

1500 hugmyndir frá íbúum vegna skipulagsins í borginni

Ríflega 1500 hugmyndir bárust um það sem betur má fara í skipulagi borgarinnar á fundum skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar sem fram fóru í öllum tíu hverfum borgarinnar í október og nóvember. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri í vinnu- og umræðuhópum vegna mótunar aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030 með framtíðarsýn allt til ársins 2050. Markmiðið með fundunum var að færa aðalskipulagið nær íbúum hverfanna, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Gefa þúsundir flugeldagleraugna

Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í samstarfi við Íslandspóst, Prentsmiðjuna Odda og Sjóvá.

Brýtur ekki í bága við stjórnarskrána

Þriðja og síðasta umræða um Icesave frumvarp ríkisstjórnar hófst á Alþingi í dag þegar Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlagalefndar, mælti fyrir framhaldsnefndaráliti meirihluta nefndarinnar. Hann sagði ekkert í frumvarpinu brjóta í bága við stjórnarskránna. Atkvæðagreiðsla mun væntanlega fara fram á miðvikudag.

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Gullinbrú

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Gullinbrú á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni missti ökumaður bíls sem var á leið úr Grafarvogi stjórn á bifreið sinni og fór yfir á rangan vegarhelming sem varð til þess að þriggja bifreiða árekstur varð. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild eru fólkið enn til skoðunar en ekkert bendir til að meiðsl þeirra séu alvarleg.

Enginn fréttaritari í Brussel

Ríkisútvarpið hefur hætt við áform sín um að hafa fréttamann staðsettan í Brussel í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun var tekin í ljósi þröngs fjárhags Rúv. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, sem vildi vita hver heildarkostnaður Ríkisútvarpsins yrði við starfið.

Deilt um kvöldfund

Þingmenn deildu við upphaf þingfundar í dag hvort að funda ætti fram á kvöld um Icesave frumvarpið. Þuríður Backman, varaforseti Alþingis, sagði að samkomulag væri um tilhögun þriðju umræðu um Icesave og líklega yrði þingfundur fram á kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að ekkert samkomulag væri um kvöldfund og óskuðu eftir því að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla.

Tuttugu fórust í sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og tugir slösuðust þegar sjálfsmorðssprengja sprakk í göngu sjía múslima í Karachi í Pakistan í morgun.

Þjónustutrygging verður 20 þúsund krónur

Reykjavíkurborg mun greiða 25 þúsund krónur í þjónustutryggingu á hvert barn frá 1. janúar til 1. ágúst næstkomandi en greiðslan verður 20 þúsund krónur eftir það. Þetta var ákveðið í leikskólaráði þann 16. september síðastliðinn.

Fimm hundruð þúsundasti gesturinn í Sundlaug Kópavogs

Kópavogsbúinn María Níelsdóttir var 500 þúsundasti gesturinn í Sundlaug Kópavogs. Aldrei hafa eins margir gestir sótt laugina á einu ári. Aukningin frá árinu áður nemur um 28% en þá voru gestirnir 391.439, að fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

1500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð

Tæplega 1500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands núna fyrir jólin, sem eru mun fleiri fjölskyldur en fyrir jólin í fyrra. Erlend hjálparsamtök studdu Fjölskylduhjálpina að þessu sinni. Þá kemur fram í tilkynningu að 50 fjölskyldur leituðu eftir neyðaraðstoð eftir að formlegri úthlutun lauk 21. desember.

Bjargarlaus eftir að hafa týnt vegabréfi

Erlend kona, Lauren Benzamer, sem er ferðamaður hér á landi yfir jólin týndi vegabréfinu sínu og peningum þegar hún var gestkomandi á veitingastaðnum Ellefunni á laugardaginn. Konan segist vera bjargarlaus á meðan að hún finnur ekki vegabréfið sitt og því er sá sem finnur vegabréfið beðinn um að hafa samband á Ellefuna eða í síma 821-6921.

Tólf prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar

Tólf prósent þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur eru erlendir ríkisborgarar. Persónuvernd hefur úrskurðað að neteftirlit Vinnumálastofnunar sé lögmætt, en Vinnumálastofnun skoðar sérstaklega ip-tölur þeirra sem þiggja bætur.

Stakk lögregluna af á 185 kílómetra hraða

Ökumaður var mældur á 161 kílómetra hraða á Skógasandi á laugardagskvöld og stöðvaði ekki för þegar lögregla gaf honum merki. Hann jók ferðina og náði að komast undan lögreglunni.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Opið er í Hlíðarfjalli frá klukkan 11 til 19. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum úr fjallinu er átta stiga frost þar núna og logn. Í gær voru um fimmhundruð manns á skíðum í veðurblíðunni og er búist við enn meiri fjölda í dag.

Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót

Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð.

Benedikt páfi heldur ótrauður áfram

Benedikt XVI páfi heimsótti súpueldhús fyrir heimilislausa í gær. Þetta var fyrsta ferð hans út fyrir Vatíkanið eftir að hann varð fyrir árás á aðfangadagskvöld. Páfinn gekk á meðal almennings, heilsaði fólki og kyssti börn.

Þráinn hefur ekki gert upp hug sinn

Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, segist ekki hafa gert upp hug sinn til frumvarps ríkisstjórnarinnar um Icesave. Alþingi kemur saman eftir hádegi og þá hefst þriðja umræða um frumvarpið.

Vel viðunandi bókajól

Svörtuloft Arnaldar Indriðasonar, Brauð og kökubók Hagkaups og matreiðslubók Jóa Fel eru á meðal mest seldu bókanna fyrir þessi jól. Þetta kom fram í máli Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefanda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn

Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna

Yfir 5000 manns koma að flugeldasölunni

Yfir 5000 manns á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma að flugeldasölu síðustu daga fyrir áramót, segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðsstjóri hjá Landsbjörgu.

Kínverskt flutningaskip laust úr haldi

Sómalskir sjóræningjar slepptu í gær kínverska flutningaskipinu De Xin Hai ásamt 25 manna áhöfn en skipinu rændu þeir í október þegar það flutti 76.000 tonn af kolum frá Suður-Afríku til Indlands.

Fjölga borgaralega klæddum lögreglumönnum

Óeinkennisklæddum lögreglumönnum í farþegaflugi verður fjölgað í kjölfar atburðanna sem áttu sér stað í flugi milli Amsterdam og Detroit á jóladag.

Fundu leifar hershöfðingja

Kínverskir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið gröf hins alræmda hershöfðingja Cao Cao sem uppi var á þriðju öld.

Skuggalegir skoteldar

Tæplega fertugur maður í Greve, rétt utan við Kaupmannahöfn, hefur verið handtekinn fyrir að selja lífshættulega og ólöglega flugelda úr tveimur vörubílum við verslunarmiðstöð þar í bænum.

Bretar forðast vask

Mikil örtröð varð í breskum verslunum í gær þegar almenningur notaði síðustu daga ársins til að kaupa sjónvörp, þvottavélar og fleiri heimilistæki áður en virðisaukaskattur hækkar úr 15,5 prósentum í 17,5 um áramótin þar í landi.

Skálmöld í Teheran

Fimm íranskir stjórnarandstæðingar eru nú látnir í mótmælum í Teheran, höfuðborg Írans, að sögn írönsku IRNA-fréttastofunnar. Dauðsföllin eru í rannsókn en talið er að þau séu orsök ólögmætrar valdbeitingar lögreglu.

Sérsveit kölluð að húsi í Reykjanesbæ

Sérsveit lögreglunnar var kölluð að íbúðarhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi eftir að íbúinn hafði hafði hótað öðrum manni í bænum lífláti.

Tertum stolið

Brotist var inn í flugeldasölu björgunarsveitanna að Iðuvöllum í Reykjanesbæ í nótt og þaðan meðal annars stolið nokkrum stórum skottertum. Þjófurinn komst undan.

Spellvirkjar á ferð

Skemmdarvargar stórskemmdu bíl sem skilinn hafði verið eftir utan vegar skammt frá Grindavík upp úr miðnætti. Ökumaður bílsins hafði misst hann út af veginum og hélt fótgangandi til Grindavíkur til að sækja aðstoð.

Þrettán boðar Reykhælingum happ

Óhappatalan þrettán virðist vera happatala í Reykhólahreppi við Breiðafjörð, því þar hefur íbúum fjölgað um þrettán, þrjú ár í röð. Á sama tíma fækkar íbúum á Vesturlandi, eða um 335 á þessu ári.

Haftyrðill berst til landsins

Nokkuð er um að haftyrðill hafi borist hingað til lands með norðanáttinni að undanförnu, en heimkynni hans eru á norðurslóðum.

Bíógestum brugðið nyrðra

Tveimur bíógestum á Akureyri brá í brún þegar þeir sáu hvergi bílinn sinn þegar þeir komu út. Við nánari athugun fannst hann fastur í skafli þar skammt frá og var miði í bílnum þar sem nágranni bíósins tilkynnti að hann hefði dregið bílinn upp í skaflinn, þar sem hann hefði verið fyrir innkeyrslunni hjá sér.

Fimm á slysadeild eftir árekstur

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Biskupstungnabrautar og Kiðjabergsvegar í Grímsnesi í gærkvöldi. Eftir því sem næst verður komist slasaðist enginn alvarlega, en bílarnir eru báðir ónýtir og voru þeir fjarlægðir með kranabílum.

49 manns með þingsályktunartillögu

Alþingi Þingsályktunartillaga um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins liggur nú fyrir Alþingi.

Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum atvinnulausra

Persónuvernd hefur samþykkt að Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum þeirra sem staðfesta atvinnuleysisskráningu í gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Þannig fylgist stofnunin með því hvort tilkynningar berast frá erlendum IP-tölum.

Mótmælendur skotnir til bana

Fjórir mótmælendur voru skotnir til bana í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Meðal hinna látnu var frændi stjórnarandstöðuleiðtogans Mirs Hosseins Mousavi, að sögn breska ríkisútvarpsins. Tugir særðust og um þrjú hundruð manns voru handteknir í mótmælunum.

Flutti utan og gæti misst stöðu sem bæjarfulltrúi

Allt útlit er fyrir að Ásthildur Helgadóttir missi stöðu sína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi þar sem hún flutti lögheimili sitt til Svíþjóðar þegar hún byrjaði í fæðingarorlofi í september.

Færri hross en dýrari flutt úr landi á árinu

Á árinu voru flutt út 1.589 hross samkvæmt nýjustu útflutningstölum Bændasamtakanna. Þetta er heldur minna en í fyrra, en þá varð mikil aukning. Samdráttur milli ára nemur 10,5 prósentum, en aukningin milli áranna 2007 og 2008 nam nærri fimmtungi.

Í óleyfi um ókláruð Héðinsfjarðargöng

Nokkuð hefur borið á því að fólk keyri í óleyfi um Héðinsfjarðargöng, að sögn Valgeirs Bergmanns Magnússonar, verkefnastjóra hjá Háfelli. Það sé hættulegt, því þótt búið sé að sprengja göngin verða þau ekki tilbúin fyrr en næsta haust.

Mótmælt á Gasa þegar ár er liðið frá innrás Ísraela

Sérlegur talsmaður Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um málefni hernámssvæða Ísraela í Palestínu kallar eftir því að Ísraelar láti af aðgerðum til að einangra Gasa-svæðið. Í tilkynningu fréttaveitu SÞ á Þorláksmessu er

Skilaréttur neytenda

Almennur afgreiðslutími er í flestum verslunum í dag. Búast má við því að margir vilji nota hluta dagsins til að skipta þeim jólagjöfum sem þeir eru ekki alls kostar sáttir við.

Sjá næstu 50 fréttir